Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 21:30 Ísleifur Eldur Illugason, jafnan þekktur sem Izleifur, var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag. Vísir/Vilhelm „Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum. „Þetta er fyrsta sóló skrefið mitt og lagið hefur verið til í um tvo mánuði. Ég er með plötu á leiðinni en þetta er fyrsti síngúllinn af henni.“ Hér má heyra lagið: Á eigin forsendum Hann segir það hafa tekið smá tíma að kýla á það að gefa út eigið efni án annarra. „Þetta hefur verið lengi að þróast en fyrsta sóló lagið mitt er fjögurra ára gamalt. Ég er því búinn að vera að taka upp sóló tónlist jafn lengi og ég hef verið í tónlist en aldrei gefið hana út. Ég tók þessu ekki alvarlega fyrr en í fyrra. Fyrst var þetta bara hobbý og ég var alltaf að pródúsera fyrir aðra.“ Ísleifur Eldur hefur undanfarin ár pródúserað fyrir ýmsa íslenska tónlistarmenn.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segir straumhvörf hafa átt sér stað fyrir nokkru síðan þegar hann gerði lag fyrir vin sinn, rapparann Daniil. „Þá gerði ég sóló lag sem ég sýndi Daniil og hann hoppaði á. Út frá því sá ég fyrir mér að geta líka gefið út sóló efni einn. Síðan þá er ég búinn að vera uppi í stúdíói á hverjum degi og núna er loksins komið eitthvað sem ég er sáttur með. Það er gott að taka þetta skref og gera þetta á mínum forsendum.“ Skrifar ekki texta fyrir fram Aðspurður hvað nýja lagið fjalli um segir Ísleifur: „Það fjallar um að vera fastur með stelpu á heilanum. Mér fannst gaman að gefa þetta út á Valentínusardaginn og brjóta líka upp þessa hefð að gefa alltaf út lag á föstudegi. Þetta er orkumikið hálfpartinn ástarlag sem einkennist af miklu fjör. Lagið er byggt á minni persónulegu reynslu en ég skrifa aldrei textana fyrir fram heldur freestyle-a þá og þeir koma beint út mómentinu.“ Izleifur skrifar textana sína aldrei fyrir fram.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segist því alltaf reyna að leyfa textunum að koma náttúrulega í flæðinu. Stundum heppnist það ótrúlega vel og stundum ekki. „Þetta er mín leið til að vinna, ég sest aldrei niður og skrifa texta en dett bara inn í upptöku flæði og eitthvað vibe.“ Þægilegt tjáningarform Blaðamaður spyr hann þá hvort tónlistin nýtist honum vel við að vinna úr tilfinningum. „Já, milljón prósent. Ég veit ekki hvar ég væri ef það væri ekki fyrir tónlist og það er mjög þægilegt að ná að tjá mig á þennan hátt. Ég kem sjálfum mér oft á óvart, þegar maður dettur til dæmis inn í eitthvað zone. Þá koma stundum línur eða taktar sem sjokkera mig og koma mér á óvart. En það er alltaf dýpsti sannleikurinn sem kemur fram þegar maður reynir að hafa ekki of mikið fyrir þessu.“ Ísleifur Eldur notar tónlistina til að vinna úr tilfinningum.Erlingur Freyr Thoroddsen Upp og niður eins og lífið Ísleifur Eldur lýsir tónlistarstíl sínum sem mjög fjölbreyttum. „Hann er upp og niður eins og lífið getur verið. Á nýju plötunni verða sorgleg og einlæg lög, nokkur crazy partý lög og allt milli himins og jarðar. Þetta fer allt eftir því hvernig mér líður þegar ég er að semja. Platan er mjög einlæg og dark á sama tíma. Hún er allavega sönn. Það er stundum erfitt að vera hér á Íslandi og tónlistin mín á það því til að vera dark í takt við Anxiety City,“ segir Ísleifur að lokum og vísar hér í Reykjavík. Hér má finna allt efni Izleifs á Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er fyrsta sóló skrefið mitt og lagið hefur verið til í um tvo mánuði. Ég er með plötu á leiðinni en þetta er fyrsti síngúllinn af henni.“ Hér má heyra lagið: Á eigin forsendum Hann segir það hafa tekið smá tíma að kýla á það að gefa út eigið efni án annarra. „Þetta hefur verið lengi að þróast en fyrsta sóló lagið mitt er fjögurra ára gamalt. Ég er því búinn að vera að taka upp sóló tónlist jafn lengi og ég hef verið í tónlist en aldrei gefið hana út. Ég tók þessu ekki alvarlega fyrr en í fyrra. Fyrst var þetta bara hobbý og ég var alltaf að pródúsera fyrir aðra.“ Ísleifur Eldur hefur undanfarin ár pródúserað fyrir ýmsa íslenska tónlistarmenn.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segir straumhvörf hafa átt sér stað fyrir nokkru síðan þegar hann gerði lag fyrir vin sinn, rapparann Daniil. „Þá gerði ég sóló lag sem ég sýndi Daniil og hann hoppaði á. Út frá því sá ég fyrir mér að geta líka gefið út sóló efni einn. Síðan þá er ég búinn að vera uppi í stúdíói á hverjum degi og núna er loksins komið eitthvað sem ég er sáttur með. Það er gott að taka þetta skref og gera þetta á mínum forsendum.“ Skrifar ekki texta fyrir fram Aðspurður hvað nýja lagið fjalli um segir Ísleifur: „Það fjallar um að vera fastur með stelpu á heilanum. Mér fannst gaman að gefa þetta út á Valentínusardaginn og brjóta líka upp þessa hefð að gefa alltaf út lag á föstudegi. Þetta er orkumikið hálfpartinn ástarlag sem einkennist af miklu fjör. Lagið er byggt á minni persónulegu reynslu en ég skrifa aldrei textana fyrir fram heldur freestyle-a þá og þeir koma beint út mómentinu.“ Izleifur skrifar textana sína aldrei fyrir fram.Erlingur Freyr Thoroddsen Hann segist því alltaf reyna að leyfa textunum að koma náttúrulega í flæðinu. Stundum heppnist það ótrúlega vel og stundum ekki. „Þetta er mín leið til að vinna, ég sest aldrei niður og skrifa texta en dett bara inn í upptöku flæði og eitthvað vibe.“ Þægilegt tjáningarform Blaðamaður spyr hann þá hvort tónlistin nýtist honum vel við að vinna úr tilfinningum. „Já, milljón prósent. Ég veit ekki hvar ég væri ef það væri ekki fyrir tónlist og það er mjög þægilegt að ná að tjá mig á þennan hátt. Ég kem sjálfum mér oft á óvart, þegar maður dettur til dæmis inn í eitthvað zone. Þá koma stundum línur eða taktar sem sjokkera mig og koma mér á óvart. En það er alltaf dýpsti sannleikurinn sem kemur fram þegar maður reynir að hafa ekki of mikið fyrir þessu.“ Ísleifur Eldur notar tónlistina til að vinna úr tilfinningum.Erlingur Freyr Thoroddsen Upp og niður eins og lífið Ísleifur Eldur lýsir tónlistarstíl sínum sem mjög fjölbreyttum. „Hann er upp og niður eins og lífið getur verið. Á nýju plötunni verða sorgleg og einlæg lög, nokkur crazy partý lög og allt milli himins og jarðar. Þetta fer allt eftir því hvernig mér líður þegar ég er að semja. Platan er mjög einlæg og dark á sama tíma. Hún er allavega sönn. Það er stundum erfitt að vera hér á Íslandi og tónlistin mín á það því til að vera dark í takt við Anxiety City,“ segir Ísleifur að lokum og vísar hér í Reykjavík. Hér má finna allt efni Izleifs á Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira