Vindorkuver heyra undir rammaáætlun - sem betur fer! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 11:31 Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun