Gagnrýndi aðra bakhjarla fyrir hægagang með skriðdreka Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 14:23 Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, um borð í Leopard 2A6 skriðdreka þýska hersins. AP/Martin Meissner Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi aðra bakhjarla Úkraínu á fundi í Brussel í gær. Gagnrýnin sneri að því að þeir hefðu um margra vikna skeið þrýst á Þjóðverja um að heimila sendingar Leopard skriðdreka til Úkraínu og í kjölfarið væru þeir sjálfir með hægagang varðandi hergagnaflutninga. Pistorius sagði á fundinum í gær að árangurinn sem náðst hefði varðandi það að senda Úkraínumönnum skriðdreka hefði „ekki beint verið framúrskarandi, vægast sagt“. Þá sagðist hann ekki skilja af hverju ríki sem hefðu þrýst hvað mest á Þjóðverja væru ekki enn búin að senda skriðdreka eða ætluðu ekki að gera það. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Samkvæmt frétt Financial Times sagði Pistorius að Úkraínumenn þyrftu nýlega skriðdreka og benti á Leopard 2A6 skriðdrekana. Þeir einu sem segjast ætla að gefa slíka skriðdreka eru Þjóðverjar og Portúgalar. Auk skrið- og bryndreka segjast Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir skotfæri en hingað til hafa þeir notað meira af skotum en bakhjarlar Úkraínu geta framleitt. Áætlað er að Úkraínumenn hafi verið að skjóta um fimm þúsund sprengikúlum á dag að undanförnu. Rússar eru sagðir skjóta um fjórum sinnum fleiri skotum á degi hverjum. Enn sem komið er hafa Bretar heitið því að afhenda Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka og verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í Bretlandi. Pólverjar ætla að gefa fjórtán Leopard 2A4 skriðdreka og eru þeir einnig að þjálfa úkraínska hermenn. Þeir ætla einnig að gefa þrjátíu P-91 skriðdreka. Þjóðverjar hafa heitið fjórtán Leopard 2A6 skriðdrekum og eru byrjaðir að þjálfa úkraínska hermenn á þá. Kanadamenn hafa heitið fjórum Leopard 2A4 og Portúgalar þremur Leopard 2A6. Þá hafa Norðmenn heitið átta Leopard 2A4 skriðdrekum og Spánverjar sex. Mörg ríki Evrópu hafa þar að auki heitið því að senda Úkraínumönnum fjölmarga eldri skriðdreka af gerðinni Leopard 1A5. Enginn þessara skriðdreka er kominn til Úkraínu, svo vitað sé. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið því að útvega Úkraínumönnum 31 M1A1 Abrams skriðdreka en það er langt í að þeir verði afhentir. Úkraínumenn eru einnig að fá mikið magn bryndreka frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum fyrir væntanlegar gagnárásir í vor. Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa birt myndir af þessum farartækjum eftir að þau voru flutt til landsins á dögunum. The assembly of IFVs and MRAPs meant for Ukraine is impressive. pic.twitter.com/GDeEnTisEp— (((Tendar))) (@Tendar) February 14, 2023 FT hefur eftir Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, að skriðdrekasendingar til Úkraínu væru allar að koma til. Pólverjar ætluðu að einbeita sér að Leopard 2A4 skriðdrekum og að Þjóðverjar ættu að vinna með Leopard 2A6 útgáfurnar. 2A6 útgáfan er nýrri en 2A4 og meðal annars með stærri byssu. Óttast stíflur í flutningskerfinu Þrátt fyrir gagnrýni þýska ráðherrans hefur Washington Post eftir bandarískum embættismönnum að flæði hergagna til Úkraínu sé að aukast. Hætta sé á því að kerfið sem notað er að flytja þessi hergögn stíflist á næstunni. Heimildarmenn WP segja flesta ekki átta sig á því hversu erfitt sé að koma þessum hergögnum til Úkraínu. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu sendingaferli og hingað til hefur Rússum ekki tekist að stöðva sendingar með árásum, svo vitað sé. Mark Milly, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að Rússar hefðu reynt slíkar árásir. Hergögnin flæða að mestu frá herstöðvum í Póllandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þegar kemur að skrið- og bryndrekum er þó erfitt að flytja þá öðruvísi en á lestum eða stærðarinnar eftirvögnum sem erfitt er að dulbúa eða flytja í laumi. Til að flytja með lest þyrfti að safna saman mörgum sérhönnuðum lestarvögnum og sérfræðingar segja ólíklegt að slíkt myndi fara fram hjá Rússum. Þá myndi taka mikinn tíma og mikið eldsneyti að flytja öll farartækin með vörubílum. Sjá einnig: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Vesturlönd hafa þó þegar, eins og áður hefur komið fram, sent töluvert magn sovéskra skriðdreka til Úkraínu og ekki er vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á slíkar sendingar. Úkraína Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Pistorius sagði á fundinum í gær að árangurinn sem náðst hefði varðandi það að senda Úkraínumönnum skriðdreka hefði „ekki beint verið framúrskarandi, vægast sagt“. Þá sagðist hann ekki skilja af hverju ríki sem hefðu þrýst hvað mest á Þjóðverja væru ekki enn búin að senda skriðdreka eða ætluðu ekki að gera það. Sjá einnig: Morawiecki segir framgöngu Þjóðverja óafsakanlega Samkvæmt frétt Financial Times sagði Pistorius að Úkraínumenn þyrftu nýlega skriðdreka og benti á Leopard 2A6 skriðdrekana. Þeir einu sem segjast ætla að gefa slíka skriðdreka eru Þjóðverjar og Portúgalar. Auk skrið- og bryndreka segjast Úkraínumenn hafa mikla þörf fyrir skotfæri en hingað til hafa þeir notað meira af skotum en bakhjarlar Úkraínu geta framleitt. Áætlað er að Úkraínumenn hafi verið að skjóta um fimm þúsund sprengikúlum á dag að undanförnu. Rússar eru sagðir skjóta um fjórum sinnum fleiri skotum á degi hverjum. Enn sem komið er hafa Bretar heitið því að afhenda Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka og verið að þjálfa úkraínska hermenn í notkun þeirra í Bretlandi. Pólverjar ætla að gefa fjórtán Leopard 2A4 skriðdreka og eru þeir einnig að þjálfa úkraínska hermenn. Þeir ætla einnig að gefa þrjátíu P-91 skriðdreka. Þjóðverjar hafa heitið fjórtán Leopard 2A6 skriðdrekum og eru byrjaðir að þjálfa úkraínska hermenn á þá. Kanadamenn hafa heitið fjórum Leopard 2A4 og Portúgalar þremur Leopard 2A6. Þá hafa Norðmenn heitið átta Leopard 2A4 skriðdrekum og Spánverjar sex. Mörg ríki Evrópu hafa þar að auki heitið því að senda Úkraínumönnum fjölmarga eldri skriðdreka af gerðinni Leopard 1A5. Enginn þessara skriðdreka er kominn til Úkraínu, svo vitað sé. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið því að útvega Úkraínumönnum 31 M1A1 Abrams skriðdreka en það er langt í að þeir verði afhentir. Úkraínumenn eru einnig að fá mikið magn bryndreka frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum fyrir væntanlegar gagnárásir í vor. Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa birt myndir af þessum farartækjum eftir að þau voru flutt til landsins á dögunum. The assembly of IFVs and MRAPs meant for Ukraine is impressive. pic.twitter.com/GDeEnTisEp— (((Tendar))) (@Tendar) February 14, 2023 FT hefur eftir Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, að skriðdrekasendingar til Úkraínu væru allar að koma til. Pólverjar ætluðu að einbeita sér að Leopard 2A4 skriðdrekum og að Þjóðverjar ættu að vinna með Leopard 2A6 útgáfurnar. 2A6 útgáfan er nýrri en 2A4 og meðal annars með stærri byssu. Óttast stíflur í flutningskerfinu Þrátt fyrir gagnrýni þýska ráðherrans hefur Washington Post eftir bandarískum embættismönnum að flæði hergagna til Úkraínu sé að aukast. Hætta sé á því að kerfið sem notað er að flytja þessi hergögn stíflist á næstunni. Heimildarmenn WP segja flesta ekki átta sig á því hversu erfitt sé að koma þessum hergögnum til Úkraínu. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu sendingaferli og hingað til hefur Rússum ekki tekist að stöðva sendingar með árásum, svo vitað sé. Mark Milly, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær að Rússar hefðu reynt slíkar árásir. Hergögnin flæða að mestu frá herstöðvum í Póllandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þegar kemur að skrið- og bryndrekum er þó erfitt að flytja þá öðruvísi en á lestum eða stærðarinnar eftirvögnum sem erfitt er að dulbúa eða flytja í laumi. Til að flytja með lest þyrfti að safna saman mörgum sérhönnuðum lestarvögnum og sérfræðingar segja ólíklegt að slíkt myndi fara fram hjá Rússum. Þá myndi taka mikinn tíma og mikið eldsneyti að flytja öll farartækin með vörubílum. Sjá einnig: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Vesturlönd hafa þó þegar, eins og áður hefur komið fram, sent töluvert magn sovéskra skriðdreka til Úkraínu og ekki er vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á slíkar sendingar.
Úkraína Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Tengdar fréttir Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Að minnsta kosti 6.000 börn send í „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi Að minnsta kosti 6.000 börn frá Úkraínu hafa verið send í svokallaðar „endurmenntunarbúðir“ í Rússlandi, með það að markmiði að heilaþvo þau með rússneskum áróðri. Hundruð barna var haldið í búðunum í margar vikur eða mánuði. 15. febrúar 2023 06:54
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17
Kokkur Pútíns hættur að ráða fanga í Wagner Yevgeny Prigozhin, eigandi rússneska málaliðahópsins Wagner Group, sagði frá því í dag að hann væri hættur að ráða málaliða úr fangelsum Rússlands. Föngum hefur um nokkurra mánaða skeið boðist að ganga til liðs við Wagner og þjóna í sex mánuði í Úkraínu í skiptum fyrir frelsi. 9. febrúar 2023 22:34