Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Í nýlegri rannsókn í Bandaríkjunum þar sem svarendur voru ríflega 3200 talsins kemur í ljós að 22% þeirra sem sögðu upp starfi sínu í kjölfar Covid og á því tímabili sem almennt er kennt við Stóru uppsögnina, sjá eftir gamla starfinu sínu. Launahækkanir og fleira duga skammt þegar á reynir þar sem sálfræðilegir þættir eru þau atriði sem starfsánægja byggir á. Flestir sem segjast með eftirsjá, sakna samstarfsfélaga sinna. Vísir/Getty Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis. Til að setja Stóru uppsögnina í samhengi má nefna að í Bandaríkjunum einum skiptu 47 milljónir manna um starf á tímabilinu. Sem þó hófst bara árið 2020. Nýlegar niðurstöður rannsókna sýna þó að hluti af þessum hópi sér eftir því að hafa sagt upp starfi sínu. Og langar jafnvel að fá það aftur. Tekið skal fram að þótt niðurstöður rannsókna sýni eftirsjá sem hluta af hópsins, er vandi atvinnulífsins hvergi nærri frá: Stóra uppsagnarbylgjan er enn í gangi. En við skulum rýna aðeins í upplýsingar sem þó eru að sýna sig í rannsóknum, um þann hóp sem er með eftirsjá. Í könnun þar sem svarendur voru 3,253 starfsmenn í atvinnuleit í Bandaríkjunum og FastCompany segir frá, komu fram eftirfarandi niðurstöður: 22% segjast sjá eftir því að hafa sagt upp, þar af 15% þeirra sem vinna almennt við skrifstofustörf. 13% sögðu atvinnuleitina erfiðari en þau bjuggust við. Færri sjá eftir því að hafa sagt upp í hópi fólks sem vildi skipta um starf til að auka við sveigjanleika. Í þeim hópi segjast aðeins 7% sjá eftir því að hafa sagt upp. Margir gefa upp þá skýringu að þeir sjái á eftir samstarfsfólki sínu, sérstaklega konur. Til viðbótar mælast síðan atriði eins og laun eða launatengd hlunnindi. 20% segja nýja starfið sem viðkomandi skipti um starf fyrir ekki hafa staðist væntingar og 13% segjast ekki hafa metið fyrri vinnuveitanda sem skyldi. Af ofangreindu má telja víst að hluti af þeim hópi, þótt minnihluti sé, sjái eftir því að hafa hætt vegna þess að viðkomandi var mögulega ekki búinn að hugsa málin ofan í kjölinn. Því það er aldrei sjálfgefið að grasið sé grænna hinum megin. Því er mælt með því að fólk hugsi málin vel áður en það skilar inn uppsögn. Til dæmis um atriði eins og samstarfsfélagana, atvinnuleitina framundan, nýjan vinnuveitanda og svo framvegis. Þá má nefna að starfsánægja byggir á sálfræðilegum þáttum og því duga hærri laun eða flott staða hjá flottu fyrirtæki skammt, ef viðkomandi upplifir ekki vellíðan og ánægju í vinnunni. Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. 19. maí 2022 07:01 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Til að setja Stóru uppsögnina í samhengi má nefna að í Bandaríkjunum einum skiptu 47 milljónir manna um starf á tímabilinu. Sem þó hófst bara árið 2020. Nýlegar niðurstöður rannsókna sýna þó að hluti af þessum hópi sér eftir því að hafa sagt upp starfi sínu. Og langar jafnvel að fá það aftur. Tekið skal fram að þótt niðurstöður rannsókna sýni eftirsjá sem hluta af hópsins, er vandi atvinnulífsins hvergi nærri frá: Stóra uppsagnarbylgjan er enn í gangi. En við skulum rýna aðeins í upplýsingar sem þó eru að sýna sig í rannsóknum, um þann hóp sem er með eftirsjá. Í könnun þar sem svarendur voru 3,253 starfsmenn í atvinnuleit í Bandaríkjunum og FastCompany segir frá, komu fram eftirfarandi niðurstöður: 22% segjast sjá eftir því að hafa sagt upp, þar af 15% þeirra sem vinna almennt við skrifstofustörf. 13% sögðu atvinnuleitina erfiðari en þau bjuggust við. Færri sjá eftir því að hafa sagt upp í hópi fólks sem vildi skipta um starf til að auka við sveigjanleika. Í þeim hópi segjast aðeins 7% sjá eftir því að hafa sagt upp. Margir gefa upp þá skýringu að þeir sjái á eftir samstarfsfólki sínu, sérstaklega konur. Til viðbótar mælast síðan atriði eins og laun eða launatengd hlunnindi. 20% segja nýja starfið sem viðkomandi skipti um starf fyrir ekki hafa staðist væntingar og 13% segjast ekki hafa metið fyrri vinnuveitanda sem skyldi. Af ofangreindu má telja víst að hluti af þeim hópi, þótt minnihluti sé, sjái eftir því að hafa hætt vegna þess að viðkomandi var mögulega ekki búinn að hugsa málin ofan í kjölinn. Því það er aldrei sjálfgefið að grasið sé grænna hinum megin. Því er mælt með því að fólk hugsi málin vel áður en það skilar inn uppsögn. Til dæmis um atriði eins og samstarfsfélagana, atvinnuleitina framundan, nýjan vinnuveitanda og svo framvegis. Þá má nefna að starfsánægja byggir á sálfræðilegum þáttum og því duga hærri laun eða flott staða hjá flottu fyrirtæki skammt, ef viðkomandi upplifir ekki vellíðan og ánægju í vinnunni.
Starfsframi Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Tengdar fréttir Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. 19. maí 2022 07:01 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23. september 2022 07:00
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Vinnustaðamenning þarf að vera „mannleg“ Á vinnumarkaði er komin upp gjörbreytt staða og telja um 40% stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins að stefni í skort á vinnuafli. 19. maí 2022 07:01
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00