Hverju miðla miðlunartillögur? Halldór Auður Svansson skrifar 16. febrúar 2023 11:01 Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Úrskurðurinn sem kveðinn var upp í Landsrétti þann 13. febrúar síðastliðinn, þar sem kröfu ríkissáttasemjara um aðgang að félagatali Eflingar var hafnað, er sögulegur og afdrifaríkur. Með óbeinum hætti náði Efling þannig fram þeirri lagatúlkun að miðlunartillaga ríkissáttasemjara til lausnar vinnudeilu verður ekki lögð fram í óþökk hlutaðeigandi stéttarfélags, þar sem ómögulegt er að framfylgja slíkri ákvörðun ef stéttarfélagið spilar ekki með ríkissáttasemjara í því að láta kjósa um tillöguna. Þessi túlkun er reyndar í anda þeirrar löngu hefðar sem um má lesa í umfjöllun á vefsíðu ASÍ: Þar sem framlagning miðlunartillögu er eins konar neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu. Er það tillaga sem samninganefndirnar svara annað hvort játandi eða neitandi. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara, og síðan borinn upp af stéttarfélagi og félagi eða samtökum atvinnurekenda. Innanhússtillaga er þó ekki lögð fram gegn mótmælum annars hvors aðila og áður en hún er borin upp hefur ríkissáttasemjari kannað vel hug samningsaðila. Frá þessari hefð var vikið við úrlausn yfirstandandi deilu milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en um málsatvik má lesa í stjórnsýslukæru sem Efling lagði fram til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar. Þar kemur fram ríkisáttasemjari lagði tillöguna fram vegna þess að Efling hafði hafið atkvæðagreiðslu um verkföll, en Samtök atvinnulífsins hafi brugðist við því með því að hóta að tilboð um afturvirkar launahækkanir yrði dregið til baka ef til verkfalla kæmi. Ríkissáttasemjari taldi það þannig mikilvægt hagsmunamál fyrir félagsfólk Eflingar að fá að kjósa strax um tilboð Samtaka atvinnulífsins eins og það lá fyrir og hafði í raun alltaf legið fyrir óbreytt, með afturvirkum hækkunum. Þannig var ríkissáttasemjari að fallast á þann boðaða veruleika að ekkert yrði af afturvirkum hækkunum ef til verkfalla kæmi og að við honum yrði ekki haggað. Í raun var hann þannig að fallast á það að boðuð verkföll veiktu samningsstöðu Eflingar frekar en að efla hana. Hér voru ýmsir aðrir kostir í boði, svo sem að bíða eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslna um verkföll og jafnvel að sjá til með það hvaða raunverulegu áhrif verkföll myndu hafa á afstöðu Samtaka atvinnulífsins þegar á hólminn væri komið. Það hefði líka verið hægt að reyna að hafa áhrif á þessa afstöðu samtakanna eða þá hreinlega ákveða bara hvaða vægi hún hefði í viðræðunum. Það hefði líka verið hægt að koma til móts við kröfur Eflingar í miðlunartillögunni til að auka líkurnar á því að hún félli þar í góðan jarðveg. Með öðrum orðum þá hefði margt annað verið hægt að gera en að gleypa tilboð og afstöðu Samtaka atvinnulífsins hrá. Af hverju ríkissáttasemjari kaus að beita sér með nákvæmlega þeim hætti sem hann gerði, bæði að formi og efni, er þannig enn opin spurning þó hann hafi sagt sig frá deilunni. Hún varðar grundvallaratriði þess til hvaða hagsmuna á að horfa þegar stjórnvöld koma að úrlausn á kjaradeilum og hafi Efling þökk fyrir það að draga hana fram. Hlassi hefur verið velt sem mun varla hætta að rúlla úr þessu. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar