Í gær sigraði Borussia Dortmund Chelsea, 1-0, á Westfalen leikvanginum. Karim Adeyemi skoraði eina mark leiksins eftir skyndisókn á 63. mínútu.
Benfica gerði góða ferð til Belgíu og vann Club Brugge, 0-2. Joao Mario kom portúgalska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Tveimur mínútum fyrir leikslok bætti David Neres öðru marki við.
Báðir leikir þriðjudagsins enduðu með 1-0 sigri. AC Milan sigraði Tottenham á San Siro með marki Brahims Díaz og Bayern München bar sigurorð af Paris Saint-Germain á útivelli. Kingsley Coman skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Mörkin úr Meistaradeildarleikjum vikunnar má sjá hér fyrir ofan.