Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 11:14 Ólafur Gottskálksson hefur verið opinn með baráttu sína við fíkniefni. Vísir Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni.
Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira