Innlent

Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf tíu í morgun en um 30 manns voru á hæðinni þar sem eldurinn kom upp.
Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálf tíu í morgun en um 30 manns voru á hæðinni þar sem eldurinn kom upp. Vísir/Vilhelm

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 

Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu fór betur en á horfðist þegar eldurinn kom upp en tilkynning um hann barst um klukkan hálf tíu í morgun. 

Um þrjátíu manns voru á hæðinni þar sem eldurinn kom upp að sögn slökkvistjóra og voru líkt og áður segir fimm fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra ekki sögð alvarleg. 

Slökkvistarf gekk vel sem og aðrar björgunaraðgerðir en tæknideild lögreglunnar hefur tekið við og mun rannsaka brunavettvanginn. Frekari upplýsinga um málið er ekki að vænta fyrr en í næstu viku. 

Slökkviliðsstjóri sagði fyrir hádegi að það ætti eftir að koma í ljós við frekari rannsókn hvort að brunavörnum væri ábótavant í húsinu. 

Framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, sem er í næsta húsi, segir þau hafi haft áhyggjur af brunavörnum á áfangaheimilinu lengi og sent ábendingu til slökkviliðsins fyrir rúmum mánuði. Kalla þau eftir tafarlausum aðgerðum. 


Tengdar fréttir

Þrjá­tíu manns með að­­setur á hæðinni í Vatna­görðum

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×