Allt að 366 prósenta munur í verðkönnun ASÍ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 14:30 Munurinn á verði milli matvöruverslana var meiri en áður í verðkönnun sem ASÍ gerði í febrúar. Vísir/Vilhelm Meiri munur var á verði milli matvöruverslana en áður í verðkönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem framkvæmd var í febrúar. Meðalverð var hæst í Iceland, að meðaltali 54% frá lægsta verði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ birtir á heimasíðu sinni í dag. Verðkönnunin var framkvæmd þann 15. febrúar síðastliðinn. Áhersla var lögð áð að bera saman lægsta kílóverð á vörum. Bónus kom best út úr könnuninni. Meðalverð á 113 vörutegundum þar var að meðaltali 6% frá lægsta verði. Sem fyrr segir var meðalverðið hæst í Iceland. Í um helmingi tilfella var yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði, þar af var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði í 32 tilfellum. Bónus kom best út úr verðkönnuninni.Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem var kannað var meðalverð vörukörfu sem inniheldur allt til að matreiða sunnudagslæri með öllu tilheyrandi, meðlæti, forrétti og eftirrétti. Meðalverðið á þeirri körfu var hæst í Heimkaup. Meðalverðið í Heimkaup var 52% hærra en hjá Bónus og Krónunni þar sem það var lægst. Í könnuninni var lægsta kílóverð tekið af öllum þeim vörum sem þurfti í matseldina. Iceland og Heimkaup með hæsta meðalverðið Útskýrt er nánar hvernig meðalverðið er reiknað og hvað það er sem veldur hærra meðalverði: „Því fleiri vörur sem eru langt frá lægsta verði í hverri verslun og því lengra sem verð á vörum er frá lægsta verði, því hærra verður gildið. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verðið á öllum vörum hefði viðkomandi verslun fengið gildið 0.“ Eins og áður kemur fram var Bónus með lægsta meðalverðið. Krónan kom þar á eftir en meðalverðið þar var að meðaltali 11% frá lægsta verði. Fjarðarkaup var að meðaltali 28% frá lægsta verði. Nettó og Hagkaup voru svo svipuð, báðar verslanirnar voru 30% frá lægsta verði. Iceland var með hæsta meðalverðið í könnuninni en verðið á þeim vörum sem könnunin náði til var að meðaltali 54% hærra í versluninni en lægsta verð. Verð í Heimkaup var að meðaltali 51% hærra en lægsta verðið og í Kjörbúðinni var það 48% hærra. 366% verðmunur á niðursoðnum kjúklingabaunum Í tilkynningu ASÍ kemur fram að lítið úrval af ódýrari vörumerkjum geti haft mikil áhrif á könnunina: „Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á einstökum vörum milli verslana, jafnvel þó borið hafi verið saman lægsta kílóverð á stórum hluta vara. Niðurstöðurnar sýna að framboð vara á mismunandi verðbili getur haft mikil áhrif á hversu dýr innkaupin reynast. Ef lítið úrval er af ódýrari valkostum af vörum í verslunum getur það haft töluverð áhrif.“ Kílóverð á skinkuáleggi er tekið sem dæmi um mikinn verðmun en þar var 277% munur milli verslana. Þá var 366% verðmunur á lægsta kílóverði á niðursoðnum kjúklingabaunum, 166% verðmunur á haframjöli, 130% munur á frosnu hvítlauksbrauði og 82% verðmunur á rúsínum. Neytendur ASÍ Matur Fjármál heimilisins Matvöruverslun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ birtir á heimasíðu sinni í dag. Verðkönnunin var framkvæmd þann 15. febrúar síðastliðinn. Áhersla var lögð áð að bera saman lægsta kílóverð á vörum. Bónus kom best út úr könnuninni. Meðalverð á 113 vörutegundum þar var að meðaltali 6% frá lægsta verði. Sem fyrr segir var meðalverðið hæst í Iceland. Í um helmingi tilfella var yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði, þar af var yfir 100% munur á hæsta og lægsta verði í 32 tilfellum. Bónus kom best út úr verðkönnuninni.Vísir/Vilhelm Á meðal þess sem var kannað var meðalverð vörukörfu sem inniheldur allt til að matreiða sunnudagslæri með öllu tilheyrandi, meðlæti, forrétti og eftirrétti. Meðalverðið á þeirri körfu var hæst í Heimkaup. Meðalverðið í Heimkaup var 52% hærra en hjá Bónus og Krónunni þar sem það var lægst. Í könnuninni var lægsta kílóverð tekið af öllum þeim vörum sem þurfti í matseldina. Iceland og Heimkaup með hæsta meðalverðið Útskýrt er nánar hvernig meðalverðið er reiknað og hvað það er sem veldur hærra meðalverði: „Því fleiri vörur sem eru langt frá lægsta verði í hverri verslun og því lengra sem verð á vörum er frá lægsta verði, því hærra verður gildið. Ef einhver verslun hefði verið með lægsta verðið á öllum vörum hefði viðkomandi verslun fengið gildið 0.“ Eins og áður kemur fram var Bónus með lægsta meðalverðið. Krónan kom þar á eftir en meðalverðið þar var að meðaltali 11% frá lægsta verði. Fjarðarkaup var að meðaltali 28% frá lægsta verði. Nettó og Hagkaup voru svo svipuð, báðar verslanirnar voru 30% frá lægsta verði. Iceland var með hæsta meðalverðið í könnuninni en verðið á þeim vörum sem könnunin náði til var að meðaltali 54% hærra í versluninni en lægsta verð. Verð í Heimkaup var að meðaltali 51% hærra en lægsta verðið og í Kjörbúðinni var það 48% hærra. 366% verðmunur á niðursoðnum kjúklingabaunum Í tilkynningu ASÍ kemur fram að lítið úrval af ódýrari vörumerkjum geti haft mikil áhrif á könnunina: „Mikill munur var á hæsta og lægsta verði á einstökum vörum milli verslana, jafnvel þó borið hafi verið saman lægsta kílóverð á stórum hluta vara. Niðurstöðurnar sýna að framboð vara á mismunandi verðbili getur haft mikil áhrif á hversu dýr innkaupin reynast. Ef lítið úrval er af ódýrari valkostum af vörum í verslunum getur það haft töluverð áhrif.“ Kílóverð á skinkuáleggi er tekið sem dæmi um mikinn verðmun en þar var 277% munur milli verslana. Þá var 366% verðmunur á lægsta kílóverði á niðursoðnum kjúklingabaunum, 166% verðmunur á haframjöli, 130% munur á frosnu hvítlauksbrauði og 82% verðmunur á rúsínum.
Neytendur ASÍ Matur Fjármál heimilisins Matvöruverslun Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira