Fótbolti

Mikael tryggði AGF sigur og liðið stökk upp um fjögur sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska landsliðinu.
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska landsliðinu. Jonathan Moscrop/Getty Images

Mikael Neville Anderson skoraði eina mark leiksins er AGF vann 1-0 útisigur gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum stökk AGF úr áttunda sæti og upp í það fjórða.

Eftir nokkuð rólegan fyrri hálfleik þar sem staðan var enn markalaus þegar liðin gegnu til búningsherbegja skoraði Mikael fyrsta og eina mark leiksins þegar um 25 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Mikael var í byrjunarliði AGF og lék allann leikinn fyrir liðið á miðri miðjunni. Eins og áður segir lyfti liðið sér upp í fjórða sæti með sigrinum og er nú með 25 stig eftir 18 leiki, tveimur stigum á eftir Íslendingaliði FCK sem situr í þriðja sæti.

Álaborgarliðið situr hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar með 14. stig, en þetta var fimmti tapleikur liðsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×