Innlent

Kjara­málin og opin­berir starfs­menn

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Haukur Skúlason sem fer fyrir Indó, nýja sparisjóðnum, sem ætlar í slag við hákarlana á fjármálamarkaði mætir og lýsir fegurð smæðarinnar sem einhver myndi telja að gengi þvert á hagkvæmni stærðarinnar. Þetta og margt fleira á Sprengisandi í dag.

Þær Guðrún Hafsteinsdóttir alþingismaður og Sonja Þorbergsdóttir BSRB ætla að takast á um fjölgun opinberra starfsmanna, launaþróun hins opinbera og verðmæti opinberra starfa.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ ætla að rökræða Eflingardeiluna svokölluðu og samhengi hennar við launaþróun æðstu stjórnenda á almenna markaðnum.

Í lokin ræðir Kristján Kristjánsson við Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri, þeir ræða innrásina í Úkraínu og þróun hennar, nú þegar nánast er rétt ár frá því hún hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×