Verður jarðaður við hlið föður síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:05 Sigurður Bragason er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Aðsend „Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum. Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum.
Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira