Setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 21:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar setur spurningamerki við að hver sem er geti opnað áfangaheimili. Borgin geti ekkert aðhafst á meðan engin lög séu til um eftirlit og rekstur slíkra heimila. Hún skorar á ráðherra að bregðast við. Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Málefni áfangaheimila hafa komist í hámæli eftir að eldsvoði varð í einu slíku, úrræði undir merkjum Betra lífs í Vatnagörðum á föstudag. Fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og tæknideild lögreglu fóru inn á brunavettvang við Vatnagarða í morgun. Lögregla gefur ekkert upp í bili um rannsókn brunans en eigandi húsnæðisins telur að eldsupptök hafi verið af mannavöldum. Ekkert lögbundið eftirlit er með starfsemi áangaheimila. „Og við höfum reyndar kallað eftir því aðsettur verði rammi utan um rekstur áfangaheimila. Þannig verði til einhver lög eða rammi sem við gætum þá vísað til eða fylgt eftir,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hefur tekið of langan tíma Hún setur spurningamerki við það að hver sem er geti stofnað áfangaheimili, sérstaklega þar sem þau séu markaðssett til fólks í viðkvæmri stöðu. Þá bendir hún á að því hafi ítrekað verið vísað til ráðherra félagsmála hverju sinni að þörf sé á lagasetningu. Er þetta ekki búið að taka of langan tíma? „Jú, þetta hefur bara tekið mjög langan tíma. Og auðvitað er fullt af áfangaheimilum sem hefur gengið gríðarlega vel og bjargað mannslífum. Og kannski mættu þau þá fá meiri stuðning,“ segir Heiða. Ábendingar um slæman aðbúnað á áfangaheimilinu höfðu borist Heiðu og öðrum borgarfulltrúum fyrir brunann. En hendur þeirra eru bundnar. „Við höfum í rauninni ekkert meira um það að segja heldur en bara ef það væri óhreint heima hjá þér. En þegar fólk er í svona viðkvæmri stöðu og þegar þú ert að leigja og kannski býst við ákveðnum stuðningi þá er held ég mikilvægt að það sé meiri og þéttari rammi utan um það. Og nú veit ég ekkert hvort þetta heimili var frábrugðnara öðrum en ég held að þarna gætum við sem samfélag gert betur og ég held að við ættum að gera það.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slökkvilið Félagsmál Borgarstjórn Tengdar fréttir Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17