Notaði debetkort húsfélagsins í eigin þágu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2023 09:16 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var á dögunum dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir fjárdrátt úr húsfélagi á Akureyri. Fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að linum tveimur árum. Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur. Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Maðurinn gegndi starfi gjaldkera húsfélagsins og fór sem slíkur einn með reikningsumráð þess. Um er að ræða húsfélag fasteignar með þremur íbúðum. Á hálfs árs tímabili, frá apríl 2019 til október 2019, dró maðurinn sér fjármuni að fjárhæð 229.175 krónur úr sjóðum húsfélagsins með debetkorti þess. Færslurnar voru alls 43 talsins, sú lægsta upp á 299 krónur og sú hæsta upp á 46.767 krónur. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa talið sig eiga inni hjá húsfélaginu. Hann hafi ákveðið að endurgreiða sér með þessum hætti án þess að hafa rætt það við meðeigendur í húsnæðinu. Aðspurður hvers vegna hann millifærði ekki af reikningum félagsins í staðinn fyrir að notast við debetkort þá kvaðst hann ekki hafa orðið sér úti um aðgang að heimabankanum. Um leið og uppgötvaðist að maðurinn hafði nýtt sér debetkortið til einkanotkunnar greiddi hann til baka mismuninn af því sem hann taldi félagið skulda sér og því sem hann dró sér. Hann greiddi húsfélagsgjöld samviskusamlega allt brotatímabilið og því hélt hann því fram að skynsamleg rök standi því til álykta sem svo að ásetningur hans hafi ekki verið að draga sér féð til eigna. Í niðurstöðu héraðsdóms Norðurlands eystra segir að ljóst sé að maðurinn hafi notað debetkort félagsins til fjölda persónulegra úttekta. Þá sé ágreiningslaust að hann hafi einnig innt af hendi greiðslur af persónulegum fjármunum sínum fyrir húsfélagið. Hins vegar hafi hann dregið sér mun meira fé en hann átti inni. Dómnum þótti ljóst að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi en vistin er bundin skilorði til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða húsfélaginu 64.926 krónur með vöxtum og 372.043 krónur í málskostnað. Einnig þarf hann að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 1.189.580 krónur.
Málefni fjölbýlishúsa Dómsmál Akureyri Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira