Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði Landbúnaðarháskóli Íslands 22. febrúar 2023 08:50 Hópur meistaranema í Umhverfisbreytingum á Norðurslóðum við Landbúnaðarháskóla Íslands fór í námsferð til Grænlands. Kynning á námsbrautinni fer fram þann 10. mars. „Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL) við Landbúnaðarháskólann. Námið er samstarfsverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans í Lundi í Svíþjóð og Helsinki Háskóla í Finnlandi. Nemendur velja sér heimaskóla eftir áhugasviði og áherslum í náminu og stunda námið annars vegar í Svíþjóð og á Íslandi og hins vegar í Finnlandi og á Íslandi. Lögð er áhersla á að mennta sérfræðinga með þverfaglega þekkingu á ólíkum þáttum umhverfisfræði og sjálfbærrar þróunar með tillit til aukinna umsvifa á Norðurslóðum og breyttra aðstæðna vegna loftlagsbreytinga. Tilgangur hennar var að mæla og kortleggja mengun í andrúmslofti á norðurslóðum Mældu loftgæði í Grænlandi Nemendur á fyrsta ári í meistaranáminu eru nýkomnir úr tíu daga námsferð til Grænlands undir handleiðslu Alejandros en í náminu er mikið lagt upp úr vettvangsferðum og hagnýtri reynslu. Háskólarnir þrír koma allir að skipulagningu Grænlands ferðarinnar. Tilgangur hennar var að mæla og kortleggja mengun í andrúmslofti á norðurslóðum. Alejandro segir ferðina hafa gengið vel þrátt fyrir sviftingasamt veður. Veðrið spilaði ekki alltaf með rannsóknarhópnum sem hafði aðsetur í Nuuk. „Við tókum með okkur tæki og tól til mælinga en skipulag ferðarinnar samanstóð af vettvangsvinnu, fyrirlestrum og úrvinnslu gagna. Dagskráin var nokkuð þétt, hópurinn taldi sex nemendur auk kennara og voru loftgæði mæld meðal annars í miðbæ Nuuk og víðar. Allir skólarnir þrír komu að skipulagningu ferðarinnar og er bakgrunnur nemendahópsins ólíkur. Ferðin gekk mjög vel en veðrið spilaði ekki alltaf með okkur. Það varð aðeins meira um inniveru en við ætluðum okkur sem var gremjulegt enda vorum við ekki komin alla leið til Grænlands til að sitja inni í skólastofu,“ segir Alejandro sposkur. Hópurinn sló þó ekki slöku við og eftir situr dýrmæt reynsla. Eitt af því sem stóð upp úr í ferðinni var sigling um firðina einn góðviðrisdaginn. Lærdómsríkt að sjá aðstæður með eigin augum „Við vorum öll þreytt eftir ferðina en mjög ánægð. Eftirminnilegast úr ferðinni er bátsferð í næsta fjörð við Nuuk þar sem við ætluðum að stunda mælingar en gátum ekki tekið búnaðinn með okkur. Við fengum hins vegar gott veður í siglingunni og gátum í staðinn veitt fisk og skoðað okkur um. Fiskinn elduðum við svo um kvöldið. Annars þurfti að sníða dagskrána kringum veðrið en það stóðu miklir reynsluboltar að skipulagningunni og það var vel passað upp á öryggi hópsins. Meðan á náminu stendur fá nemendur að upplifa mismunandi umhverfi, fara á milli landanna og stunda rannsóknir. Hugmyndin er að þau geti séð með eigin augum aðstæður í mismunandi hæð yfir sjávarmáli. Í framhaldinu tekur svo við úrvinnsla en nemendur vinna efnið áfram í öðrum námskeiðum,“ útskýrir Alejandro. Skipulag ferðarinnar samanstóð af vettvangsvinnu, fyrirlestrum og úrvinnslu gagna. Ferðin var ekki síður dýrmæt í reynslubanka kennaranna og Alejandros sjálfs. Hann hefur verið búsettur hér á landi síðustu þrjú ár og kennir við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum en ólst upp í Kólumbíu. „Ég hafði unnið hér á landi í nokkur ár með Ólafi Andréssyni eftir að ég lauk námi. Ég fór svo heim til Kólumbíu og vann í nokkur ár en sá svo auglýsta stöðu við Landbúnaðarháskólann. Ég ræddi þetta við fjölskyldu mína og úr varð að ég sótti um og við komum aftur hingað. Dóttir okkar er fædd hér og okkur líður vel á Íslandi. Það er auðvitað erfitt að vera fjarri stórfjölskyldunni en ég er mjög hrifinn af Íslandi, nema í snjóstormi og ef ég þarf að keyra langar vegalengdir í ís og snjó en ég er að æfa mig í því. Mig langar einnig til að læra betri íslensku,“ segir Alejandro. Voru minnt á nauðsyn rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga Janine Grace Lock kemur frá Kanada og er nemandi við Landbúnaðarháskólann. Hún er ein þeirra sem fór í Grænlandsferðina og segir ferðina hafa verið mikla upplifun. Það sé afar dýrmætt að geta stundað mælingar á vettvangi. Janine Grace Lock segirómetanlegt að vinna vettvangsvinnu. „Hópurinn var sammála um að þessi ferð minnti okkur á af hverju við erum að læra þetta." „Ég hafði ekki áður komið til Grænlands, það er afar fallegt land og fólkið vinalegt. Það snjóaði mikið meðan við voru þar og oft var mjög hvasst, bara eins og hér á Íslandi en við fengum líka góða daga. Það er ómetanlegt að vinna vettvangsvinnu og hópurinn var sammála um að þessi ferð minnti okkur á af hverju við erum að læra þetta. Maður getur nefnilega gleymt sér í fræðunum og í allri umræðunni um loftslagsbreytingar en í Nuuk sáum við mjög augljóslega hvernig veðurfar hefur áhrif á líf fólks og það ýtti við okkur hversu mikilvægar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga eru. Hvert og eitt okkar í hópnum hefur ólík sérsvið. Mitt sérsvið eru áhrif loftslagsbreytinga á dýralíf og hvernig dýr hafa áhrif á landið. Ég vonast til þess að geta haldið rannsóknum áfram á því sviði eftir námið,“ segir Janine. Bakgrunnur nemenda er ólíkur og rannsóknaráherslur hvers og eins mismunandi. Opið hús í Landbúnaðarháskólanum 10. mars Afar öflugt starf í rannsóknum og kennslu á sviði náttúru- og umhverfisfræða fer fram í Landbúnaðarháskóla Íslands. Ein af þremur fagdeildum skólans; Náttúra & Skógur hýsir námsbrautir í náttúru- og umhverfisfræðum, skógfræðum, endurheimt vistkerfa, landgræðslufræðum og umhverfisbreytingum á norðurslóðum. Þá er einnig mikil áhersla á rannsóknir innan deildarinnar og starfar þar fræða- og vísindafólk sem er einna færast á sínum sérsviðum í heiminum. Í heildina sérhæfir skólinn sig í menntun og rannsóknum á sviði lífvísinda, landbúnaðar og landnýtingar en hinar tvær deildirnar eru Ræktun & Fæða og Skipulag og Hönnun. Það má því segja að skólinn vinni með þessar þrjár grundvallar spurningar; Hvað munum við borða? Hvar munum við búa? Og hvernig gerum við það í sátt við jörðina? Ef þú villt kynna þér möguleika á meistaranámi betur þá hvetjum við áhugasama að kíkja við í starfsstöð skólans í Reykjavík, á Keldnaholti, Árleyni 22, föstudaginn 10. mars n.k. í hádeginu. Námsframboð til BS gráðu verður einnig kynnt á Háskóladeginum 4. mars n.k. Loftslagsmál Skóla - og menntamál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL) við Landbúnaðarháskólann. Námið er samstarfsverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans í Lundi í Svíþjóð og Helsinki Háskóla í Finnlandi. Nemendur velja sér heimaskóla eftir áhugasviði og áherslum í náminu og stunda námið annars vegar í Svíþjóð og á Íslandi og hins vegar í Finnlandi og á Íslandi. Lögð er áhersla á að mennta sérfræðinga með þverfaglega þekkingu á ólíkum þáttum umhverfisfræði og sjálfbærrar þróunar með tillit til aukinna umsvifa á Norðurslóðum og breyttra aðstæðna vegna loftlagsbreytinga. Tilgangur hennar var að mæla og kortleggja mengun í andrúmslofti á norðurslóðum Mældu loftgæði í Grænlandi Nemendur á fyrsta ári í meistaranáminu eru nýkomnir úr tíu daga námsferð til Grænlands undir handleiðslu Alejandros en í náminu er mikið lagt upp úr vettvangsferðum og hagnýtri reynslu. Háskólarnir þrír koma allir að skipulagningu Grænlands ferðarinnar. Tilgangur hennar var að mæla og kortleggja mengun í andrúmslofti á norðurslóðum. Alejandro segir ferðina hafa gengið vel þrátt fyrir sviftingasamt veður. Veðrið spilaði ekki alltaf með rannsóknarhópnum sem hafði aðsetur í Nuuk. „Við tókum með okkur tæki og tól til mælinga en skipulag ferðarinnar samanstóð af vettvangsvinnu, fyrirlestrum og úrvinnslu gagna. Dagskráin var nokkuð þétt, hópurinn taldi sex nemendur auk kennara og voru loftgæði mæld meðal annars í miðbæ Nuuk og víðar. Allir skólarnir þrír komu að skipulagningu ferðarinnar og er bakgrunnur nemendahópsins ólíkur. Ferðin gekk mjög vel en veðrið spilaði ekki alltaf með okkur. Það varð aðeins meira um inniveru en við ætluðum okkur sem var gremjulegt enda vorum við ekki komin alla leið til Grænlands til að sitja inni í skólastofu,“ segir Alejandro sposkur. Hópurinn sló þó ekki slöku við og eftir situr dýrmæt reynsla. Eitt af því sem stóð upp úr í ferðinni var sigling um firðina einn góðviðrisdaginn. Lærdómsríkt að sjá aðstæður með eigin augum „Við vorum öll þreytt eftir ferðina en mjög ánægð. Eftirminnilegast úr ferðinni er bátsferð í næsta fjörð við Nuuk þar sem við ætluðum að stunda mælingar en gátum ekki tekið búnaðinn með okkur. Við fengum hins vegar gott veður í siglingunni og gátum í staðinn veitt fisk og skoðað okkur um. Fiskinn elduðum við svo um kvöldið. Annars þurfti að sníða dagskrána kringum veðrið en það stóðu miklir reynsluboltar að skipulagningunni og það var vel passað upp á öryggi hópsins. Meðan á náminu stendur fá nemendur að upplifa mismunandi umhverfi, fara á milli landanna og stunda rannsóknir. Hugmyndin er að þau geti séð með eigin augum aðstæður í mismunandi hæð yfir sjávarmáli. Í framhaldinu tekur svo við úrvinnsla en nemendur vinna efnið áfram í öðrum námskeiðum,“ útskýrir Alejandro. Skipulag ferðarinnar samanstóð af vettvangsvinnu, fyrirlestrum og úrvinnslu gagna. Ferðin var ekki síður dýrmæt í reynslubanka kennaranna og Alejandros sjálfs. Hann hefur verið búsettur hér á landi síðustu þrjú ár og kennir við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum en ólst upp í Kólumbíu. „Ég hafði unnið hér á landi í nokkur ár með Ólafi Andréssyni eftir að ég lauk námi. Ég fór svo heim til Kólumbíu og vann í nokkur ár en sá svo auglýsta stöðu við Landbúnaðarháskólann. Ég ræddi þetta við fjölskyldu mína og úr varð að ég sótti um og við komum aftur hingað. Dóttir okkar er fædd hér og okkur líður vel á Íslandi. Það er auðvitað erfitt að vera fjarri stórfjölskyldunni en ég er mjög hrifinn af Íslandi, nema í snjóstormi og ef ég þarf að keyra langar vegalengdir í ís og snjó en ég er að æfa mig í því. Mig langar einnig til að læra betri íslensku,“ segir Alejandro. Voru minnt á nauðsyn rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga Janine Grace Lock kemur frá Kanada og er nemandi við Landbúnaðarháskólann. Hún er ein þeirra sem fór í Grænlandsferðina og segir ferðina hafa verið mikla upplifun. Það sé afar dýrmætt að geta stundað mælingar á vettvangi. Janine Grace Lock segirómetanlegt að vinna vettvangsvinnu. „Hópurinn var sammála um að þessi ferð minnti okkur á af hverju við erum að læra þetta." „Ég hafði ekki áður komið til Grænlands, það er afar fallegt land og fólkið vinalegt. Það snjóaði mikið meðan við voru þar og oft var mjög hvasst, bara eins og hér á Íslandi en við fengum líka góða daga. Það er ómetanlegt að vinna vettvangsvinnu og hópurinn var sammála um að þessi ferð minnti okkur á af hverju við erum að læra þetta. Maður getur nefnilega gleymt sér í fræðunum og í allri umræðunni um loftslagsbreytingar en í Nuuk sáum við mjög augljóslega hvernig veðurfar hefur áhrif á líf fólks og það ýtti við okkur hversu mikilvægar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga eru. Hvert og eitt okkar í hópnum hefur ólík sérsvið. Mitt sérsvið eru áhrif loftslagsbreytinga á dýralíf og hvernig dýr hafa áhrif á landið. Ég vonast til þess að geta haldið rannsóknum áfram á því sviði eftir námið,“ segir Janine. Bakgrunnur nemenda er ólíkur og rannsóknaráherslur hvers og eins mismunandi. Opið hús í Landbúnaðarháskólanum 10. mars Afar öflugt starf í rannsóknum og kennslu á sviði náttúru- og umhverfisfræða fer fram í Landbúnaðarháskóla Íslands. Ein af þremur fagdeildum skólans; Náttúra & Skógur hýsir námsbrautir í náttúru- og umhverfisfræðum, skógfræðum, endurheimt vistkerfa, landgræðslufræðum og umhverfisbreytingum á norðurslóðum. Þá er einnig mikil áhersla á rannsóknir innan deildarinnar og starfar þar fræða- og vísindafólk sem er einna færast á sínum sérsviðum í heiminum. Í heildina sérhæfir skólinn sig í menntun og rannsóknum á sviði lífvísinda, landbúnaðar og landnýtingar en hinar tvær deildirnar eru Ræktun & Fæða og Skipulag og Hönnun. Það má því segja að skólinn vinni með þessar þrjár grundvallar spurningar; Hvað munum við borða? Hvar munum við búa? Og hvernig gerum við það í sátt við jörðina? Ef þú villt kynna þér möguleika á meistaranámi betur þá hvetjum við áhugasama að kíkja við í starfsstöð skólans í Reykjavík, á Keldnaholti, Árleyni 22, föstudaginn 10. mars n.k. í hádeginu. Námsframboð til BS gráðu verður einnig kynnt á Háskóladeginum 4. mars n.k.
Ef þú villt kynna þér möguleika á meistaranámi betur þá hvetjum við áhugasama að kíkja við í starfsstöð skólans í Reykjavík, á Keldnaholti, Árleyni 22, föstudaginn 10. mars n.k. í hádeginu. Námsframboð til BS gráðu verður einnig kynnt á Háskóladeginum 4. mars n.k.
Loftslagsmál Skóla - og menntamál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira