„Við munum mæta mjög orkumiklir“ Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 11:00 Aron Dagur Pálsson er klár í slaginn gegn PAUC í kvöld. VÍSIR/VILHELM Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. „Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Þetta er risaleikur og það verður bara ógeðslega gaman að spila þennan leik,“ segir Aron Dagur en ljóst er að franska liðið, sennilega með Kristján Örn Kristjánsson innanborðs, verður afar erfiður andstæðingur. „Þetta er reynslumikið lið, með reynsluna fram yfir okkur, og þeir vita hvað þarf til að vinna svona úrslitaleiki. En við munum mæta mjög orkumiklir og vonandi náum við upp okkar hraða, og þá held ég að við eigum mjög góðan séns. Ég held að það sé viðbúið að einhverju leyti að þeir reyni að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru að díla við einhver meiðsli og geta ekki rúllað liðinu eins mikið og þeir eru vanir að gera. Það myndi því ekki koma okkur á óvart ef þeir reyndu að draga niður tempóið en ef þeir vilja hlaupa með okkur þá þiggjum við það líka,“ segir Aron Dagur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Aron Dagur um úrslitaleikinn í kvöld Fjögur lið af sex í riðli Vals komast áfram í 16-liða úrslit. Þegar tvær umferðir eru eftir er hörð barátta um 3. og 4. sæti en Valur er í 3. sæti með 7 stig, PAUC og Ferencvaros með 6 stig og Benidorm 4. Flensburg og Ystad hafa þegar tryggt sig áfram. Valsmenn töpuðu á útivelli gegn PAUC, 32-29, eftir að hafa verið með yfirhöndina stóran hluta leiksins. „Í fyrri leiknum vorum við ekki endilega á okkar besta stað. Það voru lítil meiðsli hér og þar. Við spiluðum heilt yfir fínan leik en síðan molnaði aðeins undan þessu síðasta korterið. Ég hef trú á að við séum reynslunni ríkari og allir á betri stað, svo ég held að við getum verið bjartsýnir,“ segir Aron Dagur. Aron Dagur Pálsson og félagar á æfingu Vals í gær fyrir stórleikinn í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hlíðarendi „ógeðslega mikilvægur“ PAUC hefur ekki gengið neitt frábærlega á útivelli og tapað bæði gegn Benidorm og Ferencváros. Valsmenn ætla að sjá til þess að PAUC fari einnig án stiga frá Hlíðarenda: „Hann er ógeðslega mikilvægur fyrir okkur. Hingað til hefur verið frábær stemning á heimaleikjunum okkar, langskemmtilegustu leikirnir á tímabilinu með troðfulla höll. Vonandi verður hún troðin af Völsurum og öðrum [í kvöld] og þeir veita okkur þessi aukaprósent sem við þurfum til að sigla þessu í höfn,“ segir Aron Dagur. Valsmenn hafa síðustu misseri tapað örfáum leikjum hér á landi en þeir töpuðu á föstudaginn í bikarleik gegn Stjörnunni. Situr það í mönnum? „Nei, það held ég nú ekki. Auðvitað var ógeðslega svekkjandi að detta út úr bikarnum. Þetta var keppni sem við ætluðum okkur að vinna. Það tekst ekki og ef eitthvað er þá verða menn bara enn mótíveraði í að eiga alvöru leik [í kvöld] og tryggja okkur fleiri leiki í þessari keppni,“ segir Aron Dagur. Leikur Vals og PAUC hefst klukkan 19:45 og er líkt og aðrir leikir Vals í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira