Ísland mætir Tékklandi ytra 8. mars og svo heima í Laugardalshöll 12. mars. Leikirnir eru í undankeppni EM 2024 þar sem liðin eru í riðli með Eistlandi og Ísrael en Ísland vann bæði þessi lið í haust.
Reikna má með að leikirnir við Tékka snúist um að ná efsta sæti riðilsins en 2-3 lið komast upp úr hverjum riðli og því yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar verði með á EM í Þýskalandi í janúar. Raunar er þegar búið að raða Íslandi í ákveðinn riðil á mótinu, og búið að ákveða að Íslendingar spili í München og mögulega Köln.
Auk þess að hafa misst aðalþjálfara sinn þarf íslenska liðið að spjara sig án síns besta leikmanns, Ómars Inga Magnússonar, í leikjunum við Tékka því hann glímir við meiðsli.
Önnur örvhent skytta, Kristján Örn Kristjánsson, er sömuleiðis ekki í hópnum enda verið að glíma við kulnun. Kristján kom inn í hópinn gegn Ísrael og Eistlandi í október vegna meiðsla Ómars. Í þetta sinn er Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, með og þeir Viggó Kristjánasson deila hægri skyttustöðunni.
Stiven kemur inn í hópinn í stað Hákons Daða Styrmissonar og veitir Bjarka Má Elíssyni samkeppni um stöðu vinstri hornamanns.
Ólafur Guðmundsson er ekki í hópnum en hann hefur verið frá keppni eftir að hafa meiðst á HM í janúar en fyrirliðinn Aron Pálmarsson, sem einnig meiddist undir lok HM, hefur spilað með liði sínu Álaborg síðan þá og er í hópnum.
Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars:
-
- Markverðir:
- Björgvin Páll Gústavsson, Val
- Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes
- -
- Vinstra hornamenn:
- Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém
- Stiven Tobar Valencia, Val
- -
- Vinstri skyttur:
- Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold
- Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg
- -
- Leikstjórnendur:
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg
- Elvar Örn Jónsson, Melsungen
- Janus Daði Smárason, Kolstad
- -
- Hægri skyttur:
- Viggó Kristjánsson, Leipzig
- Teitur Örn Einarsson, Flensburg
- -
- Hægri hornamenn:
- Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad
- Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen
- -
- Línumenn og varnarmenn:
- Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen
- Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach
- Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen