Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2023 13:21 Leikskólinn Akur er Hjallastefnuleikskóli í Innri-Njarðvík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Hótanirnar voru tilkynntar til lögreglu um klukkan tíu í morgun. Þá hafði starfsfólk í ráðhúsinu í Reykjanesbæ þegar tekið ákvörðun um að rýma húsið. Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi staðið til að rýma nein hús. Það hafi verið ákvörðun sem tekin var í ráðhúsinu sjálfu þegar hótunin barst og áður en hótunin var tilkynnt lögreglu. Á öðrum stöðum hafi ekki verið rýmt. „Þetta var stuttur og einfaldur tölvupóstur sem við metum mjög ótrúverðugan,“ segir Sölvi Rafn. Í tölvupósti til foreldra á leikskólanum Akri segir að í samráði við lögreglu hafi ekki verið talin ástæða til að rýma leikskólann. Leikskólinn sé í góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeini starfsfólki leikskólans í málinu. Þá var sprengjuhótun sömuleiðis send á leikskólann Holt í Innri-Njarðvík. Sambærileg hótun var send Hjallastefnuleikskólanum Völlum í tölvupósti samkvæmt tölvupósti sem foreldrar barna þar fengu frá stjórnendum hans. Sölvi Rafn segir í höndum rannsóknardeildar að reyna að rekja póstinn til að komast að því hver standi í því að vekja ótta meðal íbúa í Reykjanesbæ. Þótt hótunin sé metin hættulaus þá sé málið litið alvarlegum augum. Mikilvægt sé að tilkynna lögreglu um öll mál í þessum dúr. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjanesbær Lögreglumál Leikskólar Tengdar fréttir Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hótanirnar voru tilkynntar til lögreglu um klukkan tíu í morgun. Þá hafði starfsfólk í ráðhúsinu í Reykjanesbæ þegar tekið ákvörðun um að rýma húsið. Sölvi Rafn Rafnsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að aldrei hafi staðið til að rýma nein hús. Það hafi verið ákvörðun sem tekin var í ráðhúsinu sjálfu þegar hótunin barst og áður en hótunin var tilkynnt lögreglu. Á öðrum stöðum hafi ekki verið rýmt. „Þetta var stuttur og einfaldur tölvupóstur sem við metum mjög ótrúverðugan,“ segir Sölvi Rafn. Í tölvupósti til foreldra á leikskólanum Akri segir að í samráði við lögreglu hafi ekki verið talin ástæða til að rýma leikskólann. Leikskólinn sé í góðum samskiptum við lögreglu sem leiðbeini starfsfólki leikskólans í málinu. Þá var sprengjuhótun sömuleiðis send á leikskólann Holt í Innri-Njarðvík. Sambærileg hótun var send Hjallastefnuleikskólanum Völlum í tölvupósti samkvæmt tölvupósti sem foreldrar barna þar fengu frá stjórnendum hans. Sölvi Rafn segir í höndum rannsóknardeildar að reyna að rekja póstinn til að komast að því hver standi í því að vekja ótta meðal íbúa í Reykjanesbæ. Þótt hótunin sé metin hættulaus þá sé málið litið alvarlegum augum. Mikilvægt sé að tilkynna lögreglu um öll mál í þessum dúr. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjanesbær Lögreglumál Leikskólar Tengdar fréttir Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22