„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2023 09:01 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ Vísir greindi frá því þann 7.febrúar síðastliðinn að kona hefði verið sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Brotið sem um ræðir var framið hálfu ári áður en frumvarp um kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi og ný lög sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi gengu í gegn. Af þeim sökum var ákært í málinu út frá þeirri löggjöf sem var í gildi í ágúst 2020. Samkvæmt því þarf brot líkt og það sem hér um ræðir að vera framið af lostugum ásetningi í skilningi ákvæðis almennra hegningarlaga um blygðunarsemi. „Þú ert viðbjóður“ Konan sem er þolandinn í umræddu máli treysti sér ekki til að koma fram undir nafni í samtali við Vísi og verður hér á eftir kölluð Anna. Líkt og fram kemur í dómnum, og fyrrnefndri frétt Vísis, aflaði konan, sem ákærð var í málinu, sér myndanna með því að fara í tölvu sem eiginmaðurinn hafði til umráða á sameiginlegum vinnustað þeirra. Konan ákvað að hnýsast þar í einkasamskipti mannsins og annarrar konu, Önnu, á Messenger. Henni blöskraði það sem hún sá þar en meðal annars ræddi maðurinn um son þeirra hjóna við Önnu. Konan prentaði út um hundrað blaðsíður af samskiptunum. Níu skjáskot af samskiptunum, þar á meðal umræddar nektarmyndir sem þau höfðu sent sín á milli. Því næst sendi hún þær í tölvupósti á manninn og tvær aðrar konur en ekki kemur fram í dómnum hvernig þær tengjast manninum eða Önnu. Pósturinn ber yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“ og honum fylgir textinn: „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [Önnur þeirra sem barst tölvupósturinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma.“ Anna, þolandinn í málinu , tekur fram að hún og maðurinn hafi ekki átt í formlegu ástarsambandi á þeim tíma þegar myndirnar voru sendar. Konan sem ákærð var í málinu bar því við fyrir dómi að hún hefði sent tölvupóstana og myndirnar í kjölfar þess að hún áttaði sig á því að maðurinn hefði „farið á bak við hana lengi.“ Anna segist ekki hafa átt neinn þátt í þessum meintu svikum. Samband hennar og mannsins hafi einkennst af því að þau voru í samskiptum við hvort annað, meðal annars í gegnum Messenger, og hittust nokkrum sinnum. Það hafi ekki náð lengra en það. „Á þessum tíma voru þau tvö tiltölulega nýskilin. Ég hitti hann ekki fyrr en hann var fluttur út frá henni, og ég og hann vorum búin að þekkjast í tæpan mánuð. Þau ráku saman fyrirtæki og hann var gerður brottrækur þaðan þegar þau skildu. Hún hafði því óheftan aðgang að tölvum fyrirtækisins. Hún fór semsagt bara inn í hans tölvu. Ég veit ekki hvort hún hafi brotist inn á Facebook aðganginn hans eða hvort það var opið, en allavega fer hún þarna inn í leyfisleysi og finnur spjallið okkar. Það sést greinilega á spjallinu okkar að það hófst ekki fyrr en hann var fluttur út. Það fer ekkert á milli mála, en hún greinilega kýs að túlka hlutina eftir eigin höfði. Það voru semsagt einhverjir hlutir sem voru sagðir þarna á milli mín og hans sem hún hefur ákveðið að nota sem fyrirslátt til að senda þessar myndir.“ Anna bendir einnig á að maðurinn hallmælti aldrei sonum sínum í spjallinu sem fór fram á milli þeirra. "Það sem sagt var blés hún upp til að réttlæta eigin gjörðir. Hún hikaði ekki við að kasta þarna sambandi sona sinna við föður sinn svo hún slyppi með skellinn." Persónuleg árás Anna segist hafa fengið gífurlegt áfall þegar maðurinn tilkynnti henni að nektarmyndefni af henni hefði verið sent á ókunnuga einstaklinga. „Þegar ég fékk að vita þetta þá varð ég eiginlega bara alveg dofin. Ég held að ég hafi þurft nokkra sólarhringa til að átta mig á því hvað hafði raunverulega gerst. Ég hefði ekki trúað því fyrirfram hvað þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á mig. Ég varð bara fyrir áfalli. Og ég er ekki ennþá búin að vinna mig út úr því, þrátt fyrir að hafa sótt meðferð hjá fagaðilum, sálfræðingum, Bjarkarhlíð og Stígamótum. Þetta er svo ótrúlega persónuleg árás. Og ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð. Mín upplifun er sú að ég sem manneskja hafði ekkert vægi í þessum gjörning. Ég var ekkert annað en peð sem var notað í hrókeringar hjá þessari konu.“ Anna segist hafa upplifað að hún sem persóna hafi ekki skipt neinu máli í þessu öllu saman. „Ég tók það fram í skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að ég upplifði það eins og þarna hefði mín nekt, mitt varnarleysi verið notað sem verkfæri til að klekkja á þriðja aðila. Í algjöru skeytingarleysi gagnvart mér sem manneskju. Ég er manneskja, sem á fjölskyldu og börn. Og ég var bara notuð. Þetta er ógeðsleg tilfinning. Ég þurfti að taka nokkra daga og melta þetta, ákveða hvernig ég ætlaði að bregðast við. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að ég væri virkilega í þessari stöðu. En það tók ekki langan tíma og við lögðum fram kæru á hendur henni rúmlega tveimur vikum seinna.“ Tvö og hálft ár leið þar til málið rataði fyrir dóm og Anna á erfitt með að átta sig á hvers vegna. „Það er ekkert eðlilegt hvað rannsókn málsins tók langan tíma. Ég hefði ekki haldið að svona tiltölulega einfalt mál myndi vera svona lengi inni á borði lögreglunnar. Ég hringdi margoft í lögregluna á sínum tíma til að grennslast fyrir um stöðuna, en fékk aldrei nein almennileg svör." Anna segir að á þessu tveggja og hálfs árs langa tímabili hafi hún orðið óþreyjufyllri með hverjum deginum. Henni hafi fundist mikilvægt að fá „lokun“ á málið. „Ég nefnilega efaðist aldrei um að hún yrði sakfelld. Og ég hugsaði þetta þannig að um leið og hún yrði sakfelld þá gæti ég lagt þetta ömurlega mál og allt sem því fylgir til hliðar og haldið áfram að lifa lífinu. Svo er hún sýknuð og það var nýtt áfall. Núna sé ég fram á að þetta muni hanga yfir mér í marga mánuði, eitt eða tvö ár í viðbót, ef að það verður áfrýjað það er að segja. Ég mun aldrei geta fundið frið á meðan þetta hangir svona yfir mér.“ Mikil óvissa Hún segir það vera afar óþægilega tilhugsun að myndirnar séu hugsanlega enn í umferð. „Ég hélt fyrst að myndirnar hefðu farið víðar, og ég held það reyndar ennþá, þó svo að lögreglan staðfesti að þetta séu bara tveir viðtakendur. Ég er alveg viss um að hún er ennþá með þessi gögn og er ennþá að dreifa þeim. Hún er með þessar blaðsíður útprentaðar og það er ekkert sem stoppar hana í að sýna öðru fólki þetta. Ég veit ekki, og mun aldrei fá að vita hversu margir hafa séð þessar myndir og þessi skilaboð. Tilfinningin er ömurleg. Ég veit að það hjálpar lítið að velta sér endalaust upp úr þessu, en hugurinn leitar samt alltaf þangað. Ég hef farið í gegnum tímabil þar sem ég er kannski bara að labba niður Laugaveginn, eða fer inn á veitingastað, lít í kringum mig á fólkið og hugsa: „Ætli þessi hafi séð myndinar? Eða þessi? Eða þessi?“ Þurfti að láta börn og yfirmann vita Konan hélt því fram fyrir dómi að hún hafi misst stjórn á sér í mikilli geðshræringu eftir að hafa lesið skrif mannsins um son þeirra og því hafi hún ákveðið að senda póstinn. Nektarmyndirnar hafi eingöngu „slysast með.“ Ákæruvaldið hélt því hins vegar fram að myndirnar hafi með engu móti tengst skilaboðunum um son mannsins og því sé fráleitt að halda því fram að myndirnar hafi óvart slæðst með öðrum skilaboðum. Konan hafi þvert á móti valið nektarmyndirnar til dreifingar í því skyni að særa blygðunarkennd mannsins og hinnar konunnar. Anna segir konuna aldrei hafa sýnt vott af eftirsjá. „Hún sýnir enga iðrun. Hún er búin að hafa tvö og hálft ár til að biðjast afsökunar á framferði sínu, á því sem hún segist hafa gert í reiði og geðshræringu. Hún hefur hins vegar valið að gera það ekki. Þegar ég hitti hana fyrst, við aðalmeðferð málsins, þá var það mjög taugatrekkjandi. En ég horfði framan í hana og lét hana vita af því að ég hefði þurft að segja börnunum mínum frá þessu. Af því að ég var hrædd um þau myndu fá þetta efni sent, og ég vildi undirbúa þau,“ segir hún og bætir við að hún hafi einnig séð sig knúna til að láta yfirmann sinn í vinnunni vita af málinu. Hún hafi mætt miklum skilningi. Í dómi héraðsdóms er ekki vitnað í framburð Önnu eða mannsins eða vísað í þeirra upplifun af málinu, sem þolendur. Þá er ekki vitnað sérstaklega í framburð fagaðila sem gáfu skýrslu fyrir dómi og vottuðu um þá meðferðarvinnu sem Anna hefur sótt hjá Bjarkarhlíð, Stígamótum og sálfræðingum. Í skýrslu sálfræðings sem lögð var fyrir dóminn kemur meðal annars fram að vísbending sé um alvarleg einkenni áfallastreituröskunar hjá Önnu. Hún hafi glímt við andlegar afleiðingar ofbeldis, sem trufluðu eða hindruðu almenn lífsgæði. Þá sé ljóst að atburðurinn muni hafa víðtæk og sjúpstæð áhrif á hana. "Þótt bati náist í sálrænum einkennum þá er bakslag nokkuð algengt i kjölfar farsællar úrvinnslu áfalla og einkenni koma gjarnan fram á ný við aukna streitu í daglegu lífi eða ef þolandinn þarf að takast á við aðstæður sem minna á áfallið." Í dómnum er ekki heldur minnst sérstaklega á framburð kvennanna tveggja sem fengu tölvupóstsendingarnar, annað en að þær hafi staðfest það að hafa fengið póstana senda. „Ég hjó eftir því að framburður þeirra kæmi ekki fram, af því að mér fannst þetta mjög sérstakt,“ segir Anna. Hún segir það hafa verið nýtt áfall þegar dómur héraðsdóms var kveðinn upp þann 7. febrúar síðastliðinn, og konan sýknuð. Efast um að karlmaður hefði verið sýknaður Sannað þótti fyrir dómi að konan hafi sent myndirnar áfram en hins vegar var deilt um hvort um væri að ræða „lostugt athæfi“ sem hefði verið framkvæmt til þess að særa blygðunarkennd fólksins. Í dómnum segir að hvergi sé að finna í lagafrumvörpum eða öðrum lögskýringargögnum hvert sé inntak hugtaksins „lostugt athæfi“. Skýring þess hafi verið mótuð af dómstólum og þeir lagt þann skilning í hugtakið að með því sé átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismörk. Því lék vafi á því hvort hægt væri að slá því föstu að athæfi hennar hafi verið lostugt og því fékk hún að njóta skynsamlegs vafa um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaðinum. Hún hélt því fram að tilgangur hennar með athæfinu hafi verið að sýna að eiginmaður hennar væri ekki í jafnvægi og ekki hæfur til að umgangast syni hennar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að þrátt fyrir að athæfi konunnar sé „einkar ósmekklegt og meiðandi“ þá fáist ekki séð að athæfið flokkist sem lostugt athæfi. Eins og sakargiftum er háttað í ákæru var ekki tekið til álita hvort önnur refsiákvæði kunni að taka til háttsemi konunnar. Hún var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Anna segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið. „Það var brotið á mér, það er bara staðreynd, og ég hef þurft að sækja sálfræðimeðferðir undanfarin tvö ár til að vinna úr þessu. En þarna segir héraðsdómur við mig, blákalt, að það hafi ekki verið brotið á mér. Þarna er í raun verið að segja, að þú megir alveg senda svona myndir áfram, svo framarlega sem það er gert í reiði, eða einhverja öðru hugarástandi sem er ekki „lostugt.“ Það sem ég les út úr þessu er að hugsunin þarna á bak við hafi verið: „Æ kommon, hún var bara svo reið og æst. Hættu bara þessu væli.“ Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að ef karlmaður hefði verið gerandinn í þessu tilviki þá hefði hann ekki sloppið við sakfellingu.“ Upplifir óréttlæti Anna tekur fram að hún hafi mætt miklum skilning og fengið frábæran stuðning hjá þeim fagaðilum sem hún hefur leitað til. „Allir segja það sama, að þetta hafi verið hræðilegt brot sem ég varð fyrir. Ég auðvitað upplifði hrikalega skömm, eins og ég held að allir þolendur kynferðisbrota tengi við. En með stuðningi fagaðila hef ég reynt að tileinka mér þá hugsun að skömmin er aldrei mín, skömmin liggur hjá gerandanum.“ Anna segist hafa viljað koma fram með sína hlið á málinu þar sem mikilvægt sé að ræða stöðuna í þessum málaflokki. „Eftir að dómurinn féll þá hefur svo lítið umræða farið fram um málið, og þessa niðurstöðu. Og mér finnst svo mikilvægt að mál af þessu tagi komi upp á yfirborðið. Er verið að setja þarna fordæmi? Má bara gera þetta? Hvernig skilgreinum við stafrænt kynferðisofbeldi? Þessi nýju lög sem voru sett fyrir tveimur árum síðan, hvernig eru þau að gagnast mér í dag? Mér finnst vanta þessa umræðu.“ Ekki ákærð fyrir stafrænt kynferðisofbeldi Í febrúar 2021 samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem varða kynferðislega friðhelgi. Lögin fólu í sér breytingar á ákvæðum í köflum almennra hegningarlaga er kveða á um kynferðisbrot annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar. Fram að því lá engin einhlít skilgreining fyrir um hugtakið stafrænt kynferðisofbeldi, en með því er vísað til "háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi." Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þessar lagabreytingar voru ekki gengnar í gegn þegar brotið sem hér um ræðir var framið, haustið 2020. Af þeim sökum tók ákæran í málinu ekki mið af núgildandi löggjöf hvað varðar stafrænt kynferðisofbeldi. Gildandi löggjöf, á þeim tíma sem umrætt brot var framið, náði ekki utan um stafræn brot heldur var stuðst við við greinar um blygðunarsemi og barnaníð. Samkvæmt hinu nýju lögum sem gilda í dag er háttsemi konunnar sem ákærð var í málinu lýst refsiverð án tillits til aðstæðna að broti eða afleiðinga af háttseminni. Í dómi héraðsdóms í málinu sem hér um ræðir er tekið sérstaklega fram að sækjandi og verjandi hafi verið á einu máli um að ef hin ákærða hefði viðhaft þá háttsemi sem lýst er í ákæru eftir gildistöku nýju laganna þá bæri að sakfella hana. Hins vegar, þar sem háttsemin var viðhöfð fyrir gildistöku laganna þá var refsinæmi háð því að háttsemin gæti talist „lostugt athæfi“ í skilningi 209. gr. almennra hegningarlaga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjaness verði áfrýjað til Landsréttar. Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Dómsmál Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. 17. febrúar 2021 20:07 Tímarnir breytast og löggjöfin með Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. 17. febrúar 2021 14:30 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Samþykki er grundvallaratriði „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. 26. september 2020 07:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Vísir greindi frá því þann 7.febrúar síðastliðinn að kona hefði verið sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Brotið sem um ræðir var framið hálfu ári áður en frumvarp um kynferðislega friðhelgi var samþykkt á Alþingi og ný lög sem taka á stafrænu kynferðisofbeldi gengu í gegn. Af þeim sökum var ákært í málinu út frá þeirri löggjöf sem var í gildi í ágúst 2020. Samkvæmt því þarf brot líkt og það sem hér um ræðir að vera framið af lostugum ásetningi í skilningi ákvæðis almennra hegningarlaga um blygðunarsemi. „Þú ert viðbjóður“ Konan sem er þolandinn í umræddu máli treysti sér ekki til að koma fram undir nafni í samtali við Vísi og verður hér á eftir kölluð Anna. Líkt og fram kemur í dómnum, og fyrrnefndri frétt Vísis, aflaði konan, sem ákærð var í málinu, sér myndanna með því að fara í tölvu sem eiginmaðurinn hafði til umráða á sameiginlegum vinnustað þeirra. Konan ákvað að hnýsast þar í einkasamskipti mannsins og annarrar konu, Önnu, á Messenger. Henni blöskraði það sem hún sá þar en meðal annars ræddi maðurinn um son þeirra hjóna við Önnu. Konan prentaði út um hundrað blaðsíður af samskiptunum. Níu skjáskot af samskiptunum, þar á meðal umræddar nektarmyndir sem þau höfðu sent sín á milli. Því næst sendi hún þær í tölvupósti á manninn og tvær aðrar konur en ekki kemur fram í dómnum hvernig þær tengjast manninum eða Önnu. Pósturinn ber yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“ og honum fylgir textinn: „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [Önnur þeirra sem barst tölvupósturinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma.“ Anna, þolandinn í málinu , tekur fram að hún og maðurinn hafi ekki átt í formlegu ástarsambandi á þeim tíma þegar myndirnar voru sendar. Konan sem ákærð var í málinu bar því við fyrir dómi að hún hefði sent tölvupóstana og myndirnar í kjölfar þess að hún áttaði sig á því að maðurinn hefði „farið á bak við hana lengi.“ Anna segist ekki hafa átt neinn þátt í þessum meintu svikum. Samband hennar og mannsins hafi einkennst af því að þau voru í samskiptum við hvort annað, meðal annars í gegnum Messenger, og hittust nokkrum sinnum. Það hafi ekki náð lengra en það. „Á þessum tíma voru þau tvö tiltölulega nýskilin. Ég hitti hann ekki fyrr en hann var fluttur út frá henni, og ég og hann vorum búin að þekkjast í tæpan mánuð. Þau ráku saman fyrirtæki og hann var gerður brottrækur þaðan þegar þau skildu. Hún hafði því óheftan aðgang að tölvum fyrirtækisins. Hún fór semsagt bara inn í hans tölvu. Ég veit ekki hvort hún hafi brotist inn á Facebook aðganginn hans eða hvort það var opið, en allavega fer hún þarna inn í leyfisleysi og finnur spjallið okkar. Það sést greinilega á spjallinu okkar að það hófst ekki fyrr en hann var fluttur út. Það fer ekkert á milli mála, en hún greinilega kýs að túlka hlutina eftir eigin höfði. Það voru semsagt einhverjir hlutir sem voru sagðir þarna á milli mín og hans sem hún hefur ákveðið að nota sem fyrirslátt til að senda þessar myndir.“ Anna bendir einnig á að maðurinn hallmælti aldrei sonum sínum í spjallinu sem fór fram á milli þeirra. "Það sem sagt var blés hún upp til að réttlæta eigin gjörðir. Hún hikaði ekki við að kasta þarna sambandi sona sinna við föður sinn svo hún slyppi með skellinn." Persónuleg árás Anna segist hafa fengið gífurlegt áfall þegar maðurinn tilkynnti henni að nektarmyndefni af henni hefði verið sent á ókunnuga einstaklinga. „Þegar ég fékk að vita þetta þá varð ég eiginlega bara alveg dofin. Ég held að ég hafi þurft nokkra sólarhringa til að átta mig á því hvað hafði raunverulega gerst. Ég hefði ekki trúað því fyrirfram hvað þetta átti eftir að hafa mikil áhrif á mig. Ég varð bara fyrir áfalli. Og ég er ekki ennþá búin að vinna mig út úr því, þrátt fyrir að hafa sótt meðferð hjá fagaðilum, sálfræðingum, Bjarkarhlíð og Stígamótum. Þetta er svo ótrúlega persónuleg árás. Og ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð. Mín upplifun er sú að ég sem manneskja hafði ekkert vægi í þessum gjörning. Ég var ekkert annað en peð sem var notað í hrókeringar hjá þessari konu.“ Anna segist hafa upplifað að hún sem persóna hafi ekki skipt neinu máli í þessu öllu saman. „Ég tók það fram í skýrslutöku hjá lögreglu á sínum tíma að ég upplifði það eins og þarna hefði mín nekt, mitt varnarleysi verið notað sem verkfæri til að klekkja á þriðja aðila. Í algjöru skeytingarleysi gagnvart mér sem manneskju. Ég er manneskja, sem á fjölskyldu og börn. Og ég var bara notuð. Þetta er ógeðsleg tilfinning. Ég þurfti að taka nokkra daga og melta þetta, ákveða hvernig ég ætlaði að bregðast við. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að ég væri virkilega í þessari stöðu. En það tók ekki langan tíma og við lögðum fram kæru á hendur henni rúmlega tveimur vikum seinna.“ Tvö og hálft ár leið þar til málið rataði fyrir dóm og Anna á erfitt með að átta sig á hvers vegna. „Það er ekkert eðlilegt hvað rannsókn málsins tók langan tíma. Ég hefði ekki haldið að svona tiltölulega einfalt mál myndi vera svona lengi inni á borði lögreglunnar. Ég hringdi margoft í lögregluna á sínum tíma til að grennslast fyrir um stöðuna, en fékk aldrei nein almennileg svör." Anna segir að á þessu tveggja og hálfs árs langa tímabili hafi hún orðið óþreyjufyllri með hverjum deginum. Henni hafi fundist mikilvægt að fá „lokun“ á málið. „Ég nefnilega efaðist aldrei um að hún yrði sakfelld. Og ég hugsaði þetta þannig að um leið og hún yrði sakfelld þá gæti ég lagt þetta ömurlega mál og allt sem því fylgir til hliðar og haldið áfram að lifa lífinu. Svo er hún sýknuð og það var nýtt áfall. Núna sé ég fram á að þetta muni hanga yfir mér í marga mánuði, eitt eða tvö ár í viðbót, ef að það verður áfrýjað það er að segja. Ég mun aldrei geta fundið frið á meðan þetta hangir svona yfir mér.“ Mikil óvissa Hún segir það vera afar óþægilega tilhugsun að myndirnar séu hugsanlega enn í umferð. „Ég hélt fyrst að myndirnar hefðu farið víðar, og ég held það reyndar ennþá, þó svo að lögreglan staðfesti að þetta séu bara tveir viðtakendur. Ég er alveg viss um að hún er ennþá með þessi gögn og er ennþá að dreifa þeim. Hún er með þessar blaðsíður útprentaðar og það er ekkert sem stoppar hana í að sýna öðru fólki þetta. Ég veit ekki, og mun aldrei fá að vita hversu margir hafa séð þessar myndir og þessi skilaboð. Tilfinningin er ömurleg. Ég veit að það hjálpar lítið að velta sér endalaust upp úr þessu, en hugurinn leitar samt alltaf þangað. Ég hef farið í gegnum tímabil þar sem ég er kannski bara að labba niður Laugaveginn, eða fer inn á veitingastað, lít í kringum mig á fólkið og hugsa: „Ætli þessi hafi séð myndinar? Eða þessi? Eða þessi?“ Þurfti að láta börn og yfirmann vita Konan hélt því fram fyrir dómi að hún hafi misst stjórn á sér í mikilli geðshræringu eftir að hafa lesið skrif mannsins um son þeirra og því hafi hún ákveðið að senda póstinn. Nektarmyndirnar hafi eingöngu „slysast með.“ Ákæruvaldið hélt því hins vegar fram að myndirnar hafi með engu móti tengst skilaboðunum um son mannsins og því sé fráleitt að halda því fram að myndirnar hafi óvart slæðst með öðrum skilaboðum. Konan hafi þvert á móti valið nektarmyndirnar til dreifingar í því skyni að særa blygðunarkennd mannsins og hinnar konunnar. Anna segir konuna aldrei hafa sýnt vott af eftirsjá. „Hún sýnir enga iðrun. Hún er búin að hafa tvö og hálft ár til að biðjast afsökunar á framferði sínu, á því sem hún segist hafa gert í reiði og geðshræringu. Hún hefur hins vegar valið að gera það ekki. Þegar ég hitti hana fyrst, við aðalmeðferð málsins, þá var það mjög taugatrekkjandi. En ég horfði framan í hana og lét hana vita af því að ég hefði þurft að segja börnunum mínum frá þessu. Af því að ég var hrædd um þau myndu fá þetta efni sent, og ég vildi undirbúa þau,“ segir hún og bætir við að hún hafi einnig séð sig knúna til að láta yfirmann sinn í vinnunni vita af málinu. Hún hafi mætt miklum skilningi. Í dómi héraðsdóms er ekki vitnað í framburð Önnu eða mannsins eða vísað í þeirra upplifun af málinu, sem þolendur. Þá er ekki vitnað sérstaklega í framburð fagaðila sem gáfu skýrslu fyrir dómi og vottuðu um þá meðferðarvinnu sem Anna hefur sótt hjá Bjarkarhlíð, Stígamótum og sálfræðingum. Í skýrslu sálfræðings sem lögð var fyrir dóminn kemur meðal annars fram að vísbending sé um alvarleg einkenni áfallastreituröskunar hjá Önnu. Hún hafi glímt við andlegar afleiðingar ofbeldis, sem trufluðu eða hindruðu almenn lífsgæði. Þá sé ljóst að atburðurinn muni hafa víðtæk og sjúpstæð áhrif á hana. "Þótt bati náist í sálrænum einkennum þá er bakslag nokkuð algengt i kjölfar farsællar úrvinnslu áfalla og einkenni koma gjarnan fram á ný við aukna streitu í daglegu lífi eða ef þolandinn þarf að takast á við aðstæður sem minna á áfallið." Í dómnum er ekki heldur minnst sérstaklega á framburð kvennanna tveggja sem fengu tölvupóstsendingarnar, annað en að þær hafi staðfest það að hafa fengið póstana senda. „Ég hjó eftir því að framburður þeirra kæmi ekki fram, af því að mér fannst þetta mjög sérstakt,“ segir Anna. Hún segir það hafa verið nýtt áfall þegar dómur héraðsdóms var kveðinn upp þann 7. febrúar síðastliðinn, og konan sýknuð. Efast um að karlmaður hefði verið sýknaður Sannað þótti fyrir dómi að konan hafi sent myndirnar áfram en hins vegar var deilt um hvort um væri að ræða „lostugt athæfi“ sem hefði verið framkvæmt til þess að særa blygðunarkennd fólksins. Í dómnum segir að hvergi sé að finna í lagafrumvörpum eða öðrum lögskýringargögnum hvert sé inntak hugtaksins „lostugt athæfi“. Skýring þess hafi verið mótuð af dómstólum og þeir lagt þann skilning í hugtakið að með því sé átt við athöfn af kynferðislegum toga sem gengur skemmra en samræði og önnur kynferðismörk. Því lék vafi á því hvort hægt væri að slá því föstu að athæfi hennar hafi verið lostugt og því fékk hún að njóta skynsamlegs vafa um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaðinum. Hún hélt því fram að tilgangur hennar með athæfinu hafi verið að sýna að eiginmaður hennar væri ekki í jafnvægi og ekki hæfur til að umgangast syni hennar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að þrátt fyrir að athæfi konunnar sé „einkar ósmekklegt og meiðandi“ þá fáist ekki séð að athæfið flokkist sem lostugt athæfi. Eins og sakargiftum er háttað í ákæru var ekki tekið til álita hvort önnur refsiákvæði kunni að taka til háttsemi konunnar. Hún var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Anna segir niðurstöðuna hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið. „Það var brotið á mér, það er bara staðreynd, og ég hef þurft að sækja sálfræðimeðferðir undanfarin tvö ár til að vinna úr þessu. En þarna segir héraðsdómur við mig, blákalt, að það hafi ekki verið brotið á mér. Þarna er í raun verið að segja, að þú megir alveg senda svona myndir áfram, svo framarlega sem það er gert í reiði, eða einhverja öðru hugarástandi sem er ekki „lostugt.“ Það sem ég les út úr þessu er að hugsunin þarna á bak við hafi verið: „Æ kommon, hún var bara svo reið og æst. Hættu bara þessu væli.“ Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að ef karlmaður hefði verið gerandinn í þessu tilviki þá hefði hann ekki sloppið við sakfellingu.“ Upplifir óréttlæti Anna tekur fram að hún hafi mætt miklum skilning og fengið frábæran stuðning hjá þeim fagaðilum sem hún hefur leitað til. „Allir segja það sama, að þetta hafi verið hræðilegt brot sem ég varð fyrir. Ég auðvitað upplifði hrikalega skömm, eins og ég held að allir þolendur kynferðisbrota tengi við. En með stuðningi fagaðila hef ég reynt að tileinka mér þá hugsun að skömmin er aldrei mín, skömmin liggur hjá gerandanum.“ Anna segist hafa viljað koma fram með sína hlið á málinu þar sem mikilvægt sé að ræða stöðuna í þessum málaflokki. „Eftir að dómurinn féll þá hefur svo lítið umræða farið fram um málið, og þessa niðurstöðu. Og mér finnst svo mikilvægt að mál af þessu tagi komi upp á yfirborðið. Er verið að setja þarna fordæmi? Má bara gera þetta? Hvernig skilgreinum við stafrænt kynferðisofbeldi? Þessi nýju lög sem voru sett fyrir tveimur árum síðan, hvernig eru þau að gagnast mér í dag? Mér finnst vanta þessa umræðu.“ Ekki ákærð fyrir stafrænt kynferðisofbeldi Í febrúar 2021 samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum sem varða kynferðislega friðhelgi. Lögin fólu í sér breytingar á ákvæðum í köflum almennra hegningarlaga er kveða á um kynferðisbrot annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar. Fram að því lá engin einhlít skilgreining fyrir um hugtakið stafrænt kynferðisofbeldi, en með því er vísað til "háttsemi sem felst í því að nýta stafræn samskipti til þess að búa til, dreifa eða birta kynferðislegt myndefni af öðrum í heimildarleysi." Samkvæmt nýju lögunum getur sá sem dreifir nektarmyndum eða myndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, sé það gert af ásetningi. Þessar lagabreytingar voru ekki gengnar í gegn þegar brotið sem hér um ræðir var framið, haustið 2020. Af þeim sökum tók ákæran í málinu ekki mið af núgildandi löggjöf hvað varðar stafrænt kynferðisofbeldi. Gildandi löggjöf, á þeim tíma sem umrætt brot var framið, náði ekki utan um stafræn brot heldur var stuðst við við greinar um blygðunarsemi og barnaníð. Samkvæmt hinu nýju lögum sem gilda í dag er háttsemi konunnar sem ákærð var í málinu lýst refsiverð án tillits til aðstæðna að broti eða afleiðinga af háttseminni. Í dómi héraðsdóms í málinu sem hér um ræðir er tekið sérstaklega fram að sækjandi og verjandi hafi verið á einu máli um að ef hin ákærða hefði viðhaft þá háttsemi sem lýst er í ákæru eftir gildistöku nýju laganna þá bæri að sakfella hana. Hins vegar, þar sem háttsemin var viðhöfð fyrir gildistöku laganna þá var refsinæmi háð því að háttsemin gæti talist „lostugt athæfi“ í skilningi 209. gr. almennra hegningarlaga. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort dómi Héraðsdóms Reykjaness verði áfrýjað til Landsréttar.
Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Dómsmál Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. 17. febrúar 2021 20:07 Tímarnir breytast og löggjöfin með Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. 17. febrúar 2021 14:30 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Samþykki er grundvallaratriði „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. 26. september 2020 07:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. 17. febrúar 2021 20:07
Tímarnir breytast og löggjöfin með Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. 17. febrúar 2021 14:30
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00
Samþykki er grundvallaratriði „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. 26. september 2020 07:01