Ársþing KSÍ fer þessa stundina fram á Ísafirði en samkvæmt mbl.is munaði litlu að þingið yrði ólöglegt. 70 af 138 fulltrúm voru mættir en helming fulltrúa þarf svo þingið teljist löglegt.
Drago stytturnar hafa verið afhentar um árabil til þeirra liða í tveimur efstu deildum karla sem sýna mesta háttvísi. KSÍ samþykkti á fundi sínum á föstudag að hér eftir yrðu stytturnar afhentar þeim tveimur liðum í efstu deildum karla og kvenna sem sýna mesta háttvísi.
Fyrir tímabilið 2022 fær ÍBV Drago styttuna í karlaflokki en Stjarnan í kvennaflokki.
Hægt er að fylgjast með þinginu í beinu streymi hér fyrir neðan.