Sextíu milljónir á ári fyrir næturstrætó Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2023 23:31 Strætó hætti að bjóða upp á þjónustuna í október á síðasta ári. Nú keyrir næturstrætóinn aðeins innan borgarmarkanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“ Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Fleiri fréttir Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Sjá meira
Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“
Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Fleiri fréttir Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Sjá meira
Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09