Hyggst sækja verulega hækkun orkuverðs í viðræðum við Alcoa Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2023 22:42 Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðafirði. Orkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Arnar Halldórsson Landsvirkjun hyggst sækja verulega hækkun í viðræðum sem eru að hefjast við Alcoa um endurskoðun raforkuverðs fyrir álverið í Reyðarfirði. Þetta er langstærsti raforkusamningur Landsvirkjunar og tekur til þriðjungs af orkusölu fyrirtækisins. Forstjóri Landsvirkjunar rekur methagnað fyrirtæksins einkum til verðhækkana sem náðst hafa á undanförnum árum með endursamningum við stóriðjufyrirtækin; Ísal í Straumsvík og Norðurál og Elkem á Grundartanga. Stærsti orkusamningurinn er þó eftir, samningurinn við Alcoa Fjarðaál, en fjallað var um endurskoðun hans í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti því á kynningarfundi ársreikninga í síðustu viku hvernig fyrirtækinu hefði tekist að ná hærra orkuverði með endursamningum við stórnotendur.Egill Aðalsteinsson „Það er núna komið að endursamningum við þá. Við munum sækja þar svipaðar hækkanir og við höfum séð í öðrum samningum enda kveða samningarnir á um það,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Miklir hagsmunir eru undir, megnið af orkuframleiðslu Kárahnjúka. Hún er langstærsta virkjun landsins, með 690 megavatta uppsett afl og framleiðslugetu upp á 4.800 gígavattstundir af rafmagni á ári. Allur samningurinn kemur til endurskoðunar. „Það er allur samningurinn, sem er sem sagt stærsti samningur Landsvirkjunar, um þriðjungur af raforkusölu fyrirtækisins,“ segir Hörður. Raforkusamningur álversins í Reyðarfirði er alfarið tengdur heimsmarkaðsverði á áli. Orkusérfræðingurinn Ketill Sigurjónsson taldi í grein í Kjarnanum fyrir sex árum að með nýjum orkusamningi við Alcoa gæti Landsvirkjun vænst árlegrar tekjuaukningar upp á átta til tíu milljarða króna og segir Ketill núna að þetta mat sitt frá þeim tíma standi enn. „Þær viðræður eru að hefjast en þær munu klárast svona á næstu þremur til fjórum árum, gerum við ráð fyrir,“ segir Hörður. Úr stöðvarhússhvelfingunni í Fljótsdal þar sem orkan frá Kárahnjúkum er virkjuð.Skjáskot/Stöð 2 Stjórn Landsvirkjunar leggur til að ríkissjóður fái núna tuttugu milljarða króna arðgreiðslu. Forstjórinn sér fram á að fleiri þættir muni skila fyrirtækinu meiri hagnaði í framtíðinni. „Núna er til dæmis græni þáttur orkunnar að verða verðmætari og verðmætari, sem mun styrkja enn fjármunamyndun fyrirtækisins. En markmiðið er að halda áfram að borga arð af þessari stærðargráðu. Við ætlum samhliða að vera í öflugum fjárfestingum. Þetta spilar saman. En við sjáum ekki ástæðu til að þess að lækka skuldir enn frekar, sem hefur verið aðaláherslan á undanförnum árum,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Efnahagsmál Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Tengdar fréttir Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. 25. febrúar 2023 22:20 Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. 21. febrúar 2023 22:30 Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. 22. október 2022 07:27 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar rekur methagnað fyrirtæksins einkum til verðhækkana sem náðst hafa á undanförnum árum með endursamningum við stóriðjufyrirtækin; Ísal í Straumsvík og Norðurál og Elkem á Grundartanga. Stærsti orkusamningurinn er þó eftir, samningurinn við Alcoa Fjarðaál, en fjallað var um endurskoðun hans í fréttum Stöðvar 2. Hörður Arnason, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti því á kynningarfundi ársreikninga í síðustu viku hvernig fyrirtækinu hefði tekist að ná hærra orkuverði með endursamningum við stórnotendur.Egill Aðalsteinsson „Það er núna komið að endursamningum við þá. Við munum sækja þar svipaðar hækkanir og við höfum séð í öðrum samningum enda kveða samningarnir á um það,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Miklir hagsmunir eru undir, megnið af orkuframleiðslu Kárahnjúka. Hún er langstærsta virkjun landsins, með 690 megavatta uppsett afl og framleiðslugetu upp á 4.800 gígavattstundir af rafmagni á ári. Allur samningurinn kemur til endurskoðunar. „Það er allur samningurinn, sem er sem sagt stærsti samningur Landsvirkjunar, um þriðjungur af raforkusölu fyrirtækisins,“ segir Hörður. Raforkusamningur álversins í Reyðarfirði er alfarið tengdur heimsmarkaðsverði á áli. Orkusérfræðingurinn Ketill Sigurjónsson taldi í grein í Kjarnanum fyrir sex árum að með nýjum orkusamningi við Alcoa gæti Landsvirkjun vænst árlegrar tekjuaukningar upp á átta til tíu milljarða króna og segir Ketill núna að þetta mat sitt frá þeim tíma standi enn. „Þær viðræður eru að hefjast en þær munu klárast svona á næstu þremur til fjórum árum, gerum við ráð fyrir,“ segir Hörður. Úr stöðvarhússhvelfingunni í Fljótsdal þar sem orkan frá Kárahnjúkum er virkjuð.Skjáskot/Stöð 2 Stjórn Landsvirkjunar leggur til að ríkissjóður fái núna tuttugu milljarða króna arðgreiðslu. Forstjórinn sér fram á að fleiri þættir muni skila fyrirtækinu meiri hagnaði í framtíðinni. „Núna er til dæmis græni þáttur orkunnar að verða verðmætari og verðmætari, sem mun styrkja enn fjármunamyndun fyrirtækisins. En markmiðið er að halda áfram að borga arð af þessari stærðargráðu. Við ætlum samhliða að vera í öflugum fjárfestingum. Þetta spilar saman. En við sjáum ekki ástæðu til að þess að lækka skuldir enn frekar, sem hefur verið aðaláherslan á undanförnum árum,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Efnahagsmál Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Tengdar fréttir Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. 25. febrúar 2023 22:20 Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. 21. febrúar 2023 22:30 Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. 22. október 2022 07:27 Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33 Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir óábyrgt að leysa orkuskiptin með því að flytja framleiðslu annað Ekki verður sérstaklega virkjað vegna nýrrar stóriðju, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sem segir orku nýrra virkjana fremur fara til fjölbreytts hóps smærri fyrirtækja sem og til orkuskipta. 25. febrúar 2023 22:20
Methagnaður Landsvirkjunar fyrst og fremst sóttur til stóriðjunnar Landsvirkjun á núna Kárahnjúkavirkjun skuldlausa sem og allar virkjanir byggðar fyrir hennar tíma. Forstjórinn segir methagnað fyrirtækisins fyrst og fremst sóttan til stóriðjunnar en ekki til almennings. 21. febrúar 2023 22:30
Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. 22. október 2022 07:27
Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. 27. ágúst 2022 22:33
Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39