Breytist í áskriftarvef eftir ráðleggingar frá Facebook Máni Snær Þorláksson skrifar 28. febrúar 2023 20:55 Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, ásamt starfsfólki á ritstjórn; f.v Díana, Steinunn, Gunnlaug Birta, Guðbjörg, Valdimar og Guðrún. Aðsend Skessuhorn.is, vefsíða vesturlenska fjölmiðilsins, er búin að breytast í áskriftarvef. Ritstjóri miðilsins segir að breytingin sé búin að vera lengi í pípunum. Ákvörðunin var tekin eftir ráðleggingar frá Facebook. „Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“ Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
„Þetta á sér langa forsögu,“ segir Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að um tvö ár séu liðin síðan miðillinn tók þátt í viðskiptahraðli á vegum Facebook, nú Meta. Þar voru samankomnir um fimmtán fjölmiðlar frá Norðurlöndunum. Skessuhorn var eini íslenski miðillinn sem fékk að taka þátt að sögn Magnúsar. „Í rauninni var Facebook að kenna okkur það að ef við ætluðum að lifa þá yrðum við að gera þetta á meðan við gætum, koma vefnum í áskrift,“ segir hann. „Þetta var eiginlega námskeið í tæpt hálft ár þar sem boðskapur Facebook var í rauninni bara að hvetja fjölmiðla til þess að fara þessa leið. Vegna þess að þeir náttúrulega vissu upp á sig skömmina, þeir voru búnir að ná helmingnum af auglýsingatekjum fjölmiðla til sín. En Facebook veit að ef það á að vera til áfram þá þarf að vera hægt að deila fréttum sem eru ritstýrðar og hafa sannleiksgildi.“ Lifa ekki á stopulum auglýsingatekjum Það hefur ekki tíðkast jafn mikið hér á landi og hið ytra að loka vefmiðlum fyrir áskrifendur. Slíkir vefir hafa þó orðið algengari á síðustu árum. „Ísland er einhverra hluta vegna mikill eftirbátur í þessu,“ segir Magnús sem fullyrðir að í löndunum í kringum okkur séu áskriftarvefir algengari. „Stundin reið á vaðið fyrir einhverjum sex árum síðan og hefur gengið ágætlega að afla áskrifenda. En það eru ekkert mikið fleiri, við erum örugglega fyrsti héraðsfréttamiðillinn sem gerir þetta allavega.“ Magnús segir að ekki sé hægt að reka fjölmiðil eins og Skessuhorn á auglýsingatekjunum einum. Hann segir að það hefði verið hægt að reka miðilinn áfram í einhver ár en að það myndi ekki ganga til frambúðar. Engin aukin tækifæri séu í prentmiðlum og því hafi verið ákveðið að leita á önnur mið. „Fjölmiðill eins og þessi hjá okkur og fjölmiðlar almennt, þeir lifa ekkert á stopulum auglýsingatekjum. Eins og þetta hefur verið í 25 ár núna þá höfum við selt áskrift að blaði en haldið opnum vef. Nú er bara meiri samhljómur þarna á milli þannig báðir hafa sínar tekjur.“
Fjölmiðlar Facebook Meta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira