Arsenal endurheimti fimm stiga forskot með öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Arsenal er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Julian Finney/Getty Images)

Arsenal styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Everton í kvöld.

Heimamönnum í Arsenal gekk illa framan af að brjóta ísinn, en það tókst loks þegar Bukayo Saka kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Oleksandr Zinchenko rétt um fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn voru þó ekki hættir og Gabriel Martinelli sá til þess að liðið fór með 2-0 forystu inn í hálfleikshléið þegar hann skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Martin Ødegaard kom liðinu svo í 3-0 þegar um tuttugu mínútum fyrir leikslok áður en Gabriel Martinelli bætti öðru marki sínu og fjórða marki liðsins við tíu mínútum síðar.

Niðurstaðan því afar sannfærandi 4-0 sigur Arsenal sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 60 stig eftir 25 leiki, fimm stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City sem sitja í örðu sæti. Everton situr hins vegar í 18. sæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira