Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 14:14 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir það sæta furðu hversu hart margir vilji ganga fram í að fá fram greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol. Afstaða ríkisendurskoðanda er klár; greinargerð Sigurðar er ekki til birtingar. vísir/vilhelm Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. Guðmundur er ómyrkur í máli í samtali við Vísi og segir það beinlínis stangast á við lög um Ríkisendurskoðun að birta greinargerð Sigurðar. Leyndin um Lindarhvol ehf. hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu, einkum sá þáttur málsins sem snýr að fyrirliggjandi greinargerð Sigurðar um starfsemi þessa félags sem höndlaði með gríðarleg verðmæti, fyrirtæki og félög sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahruns 2008. Sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um að þar hafi eignum verið komið í hendur vildarvinum sem eiga að hafa greitt fyrir á undirverði. Nýverið var bótamál Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli ehf. tekið fyrir í héraði en Frigus telur sig hafa orðið af verulegum hagnaði af því að réttmætu tilboði félagsins í hlutafé í Klakka ehf. í október 2016 var ekki tekið. Málið hefur vakið umræðu um Lindarhvol til lífsins svo um munar og hafa sjónir manna beinst að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol. Hún hefur ekki fengist birt og eru þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Birgir Ármannsson, forseti þingsins, sakaðir um leyndarhyggju í málinu. Fyrir liggur skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda og Bjarni hefur sagt að það geti bara verið ein skýrsla um málið. Vísað hefur verið til andstöðu fyrrverandi ríkisendurskoðanda, Skúla Eggerts Þórðarsonar, við því að greinargerð Sigurðar sé birt sem og stjórnar Lindarhvols sjálfs. Birgir hefur verið sakaður um „lögfræðilega loftfimleika“ við að beita neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar sem að öðru leyti hefur samþykkt að birta greinargerðina. Var verulegar hasar á þinginu í gær um málið þar sem hart var sótt að Birgi. Leyndarhyggjan um málið virðist vera orðið að sjálfstæðu vandamáli. Fréttastofa spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sérstaklega um málið í gær, hver hennar afstaða væri? Hún vildi ekki hafa neina skoðun á því, sagði það á forræði forsætisnefndar. En taldi ekki úr vegi að fréttastofa spyrði núverandi ríkisendurskoðanda um hans afstöðu og Vísir tók hana á orðinu. Ekki stóð á svörum, Guðmundur Björgvin sagðist hafa skoðun á þessu, mikil ósköp. Fullyrða má að Birgir og Bjarni munu fagna kýrskýrri afstöðu hans. Segir umræðuna á miklum villigötum „Mér hefur fundist þessi umræða öll á gríðarlega miklum villigötum svo það sé sagt.“ Guðmundur segir um að ræða upplýsingar sem hafa komið fram en eins og stundum vill verða, þegar það hentar umræðunni, þá er einhverjum sjónarmiðum hyglað meðan látið er sem önnur sjónarmið séu ekki til. „Tilfellið er einfaldlega þetta að Sigurður Þórðarson fékk verkefni sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis sem skapaðist vegna þess að Þórhallur Arason fyrrverandi stjórnarformaður Lindarhvols og Sveinn Arason fyrrum ríkisendurskoðandi, forveri Skúla, þeir eru bræður. Þess vegna var Sigurður fenginn til þessa verks.“ Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi er ekki hver sem er. Hann starfaði lengi á árum áður sem ríkisendurskoðandi áður en til þessa verkefnis um Lindarhvol kom til. Sigurður var tvö ár að vinna að skýrslunni og var á lokametrunum þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, krafðist þess að hann skilaði inn greinargerð um stöðu máls.vísir/vilhelm Guðmundur Björgvin segir það hafa gerst með þeim hætti að Sigurður var settur ríkisendurskoðandi annað hvort þar til verkefninu um Lindarhvol lýkur eða þar til skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda falla brott. Þegar Skúli Eggert tók við af Sveini féllu þau skilyrði brott. Og fyrir vikið sé eðlilegt að málið og vinnsla þess falli aftur til Ríkisendurskoðunar með formlegum hætti. „Skúli óskaði þá eftir því við Sigurð að upplýsa um stöðu verkefnisins sem þá var ólokið. Þess er þá óskað að settur ríkisendurskoðandi skili samantekt til embættisins, til Ríkisendurskoðunar sem fór með málið. Þá til þess að starfsfólk embættisins gæti sett sig inn í verkefnið og lokið því. Það lá þá fyrir að settur ríkisendurskoðandi lauk aldrei um málið.“ Lög um Ríkisendurskoðun æðri upplýsingalögum Guðmundur Björgvin segir greinargerð Sigurðar samantekt af hans hálfu, stöðuskýrsla en ekki fullunna skýrsla. Sem ber ýmist nafnið samantekt eða greinargerð. „Það sem skiptir höfuðmáli er að þetta er ekki fullunnin skýrsla um Lindarhvol. Þessi samantekt hefði bara átt að vera send ríkisendurskoðanda sem var að taka við þessu óunna máli. Þessa greinargerð átti ekki að senda neinum öðrum. Það sem er og verður afstaða Ríkisendurskoðunar í þessu máli er að þessi samantekt, þessi greinargerð, hún sé vinnuskjal í skilningi 15. greinar laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Þetta eru lögin sem gilda um þessa greinargerð og ganga upplýsingalögum framar,“ segir Guðmundur. Þessi eru sérlög um Ríkisendurskoðanda og því eingöngu til þessara ákvæða en ekki annarra laga að líta varðandi aðgang að þessu hinni sjóðheitu greinargerð Sigurðar sem hann sendi þinginu 2018. „Sú er afstaða ríkisendurskoðanda að um sé að ræða vinnuskjal í skilningi laga, 15. greinar, um ríkisendurskoðanda. Greinargerðin sem slík er samantekt á ókláraðri vinnu Sigurðar Þórðarsonar. Þegar skýrslur eru unnar hjá embættinu, sama hvers eðlis þær eru, og það liggur fyrir skýrsla ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, þá er málið fullklárað af hálfum embættisins. Þegar við erum að vinna úttektir af þessu tagi er forsenda fyrir því í svona vinnu að við sendum út drög af skýrslum okkar til úttektarþola, ef þannig má að orði komast eða þeirra sem úttektin varðar. Þetta er svo þeir fái tækifæri til að veita umsögn um úttektina, leiðrétta það sem hugsanlega kann að hafa misskilist eða misfarist, eða koma að viðbótar gögnum eða sjónarmiðum. Þetta er lykilþáttur í þessari vinnu.“ Greinargerð Sigurðar sé vinnuskjal Guðmundur Björgvin segir að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hafi aldrei farið í gegnum þetta ferli, þetta teljist drög, vinnuskjal sem komst aldrei á það stig vinnslu að það lyti þeim verkferlum sem málsmeðferð Ríkisendurskoðunar grundvallast á. „Sem gerir það að verkum að það er engan greinarmun að gera á þessari greinargerð og hvaða drögum að skýrslum sem við höfum unnið í fortíð eða þessum tímapunkti.“ Ríkisendurskoðandi nefnir til dæmis að ef blaðamaður Vísis hefði viljað biðja sig um drög að skýrslu um Íslandsbanka, eins og þau stóðu í ágústmánuði, en blaðamaður Vísis var einmitt þá að rukka Ríkisendurskoðun um skýrsluna, þá var það aldrei í boði. „Það kann vel að vera að þau drög séu með allt öðrum hætti en skýrslan sem við endanlega kláruðum og skiluðum til Alþingis. Við vorum enn að vinna í skýrslunni, greina upplýsingar, það sem stendur í gömlum drögum er ekki endilega það sem við viljum láta frá okkur fara sem gagn frá ríkisendurskoðanda. Þú fengir aldrei aðgang að skýrslum í dragaformi.“ Birting greinargerðarinnar vegi að sjálfstæði embættisins Og það er í þessum skilningi sem Guðmundur Björgvin telur að horfa beri til greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Samantekt um ókláraða vinnu sem ekki voru borin undir þá sem hlut áttu að máli. Þeirri skýrslu var skilað hér inn og send áfram meðal annars til Alþingis sem aldrei átti ekki að gera. Við deilum aldrei drögum með öðrum nema við teljum að þau séu í samræmi við þær reglur sem gilda um okkar málsmeðferð.“ Guðmundur Björgvin er alveg harður á því að greinargerðina eigi ekki að birta. Slíkt myndi stangast á við lög um Ríkisendurskoðun sem gangi upplýsingalögum framar.vísir/vilhelm Eins og áður sagði var málið til umfjöllunar á Alþingi í gær, sem oftar og var þingmönnum heitt í hamsi og töldu margir stjórnarandstöðumenn það fyrir neðan allar hellur að greinargerð Sigurðar væri ekki birt, en Guðmundur Björgvin ítrekar að aðeins sé þar um vinnuskjal að ræða og sú afstaða ríkisendurskoðanda er alveg skýr. „Það vekur furðu ríkisendurskoðanda hversu mikið kapp sumir virðast leggja við að brjóta þessi lög. Þetta er mjög alvarlegt mál og við teljum að birting á vinnugögnum Ríkisendurskoðunar væri að setja varasamt fordæmi sem vegur að sjálfstæði embættisins,“ segir Guðmundur Björgvin. Segir Sigurð eiga að vita manna best að ekki beri að birta Hann bætir því við að um sé að ræða landsins lög og þeim beri að fylgja. „Fyrir misskilning hefur þetta mál hefur verið greint út frá upplýsingalögum. Lögin um Ríkisendurskoðun ganga þeim framar. Og við teljum að vinnugögn embættisins eigi aldrei erindi út, okkar vinna hvað svona úttektir varða, snýst um skýrslur sem berast til Alþingis, sem farið hafa í gegnum verkferla svo vinna okkar standi undir nafni og alvarlegur hlutur ef vinnugögn sem uppfylla ekki þessi skilyrði, ef verið er að líta á slík gögn sem einhvers konar álit eða skýrslur til samkeppnis við okkar fullunnu afurðir.“ En ber ekki að líta til þess að Sigurður Þórðarson er ekki hver sem er? Hann starfaði lengi sem ríkisendurskoðandi á árum áður en hann tók að sér þetta verkefni. Þetta er ekki hver sem er? Hann hefur sagt í samtali við Vísi að hann hafi alltaf litið svo á að um opinbert gagn væri að ræða? „Sigurður hefði manna best átt að vita að ófullunnin skjöl ættu ekki erindi út fyrir veggi Ríkisendurskoðunar. Sú er og verður afstaða Ríkisendurskoðunar hvað þetta mál varðar. Þar í rauninni við situr eins og þetta snýr við okkur. Og sætir furðu af minni hálfu að sjá hversu margir virðast keppa við það að brjóta lög um ríkisendurskoðanda. Og þá trúnað samkvæmt þeim.“ Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. 23. febrúar 2023 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Guðmundur er ómyrkur í máli í samtali við Vísi og segir það beinlínis stangast á við lög um Ríkisendurskoðun að birta greinargerð Sigurðar. Leyndin um Lindarhvol ehf. hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu, einkum sá þáttur málsins sem snýr að fyrirliggjandi greinargerð Sigurðar um starfsemi þessa félags sem höndlaði með gríðarleg verðmæti, fyrirtæki og félög sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahruns 2008. Sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um að þar hafi eignum verið komið í hendur vildarvinum sem eiga að hafa greitt fyrir á undirverði. Nýverið var bótamál Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli ehf. tekið fyrir í héraði en Frigus telur sig hafa orðið af verulegum hagnaði af því að réttmætu tilboði félagsins í hlutafé í Klakka ehf. í október 2016 var ekki tekið. Málið hefur vakið umræðu um Lindarhvol til lífsins svo um munar og hafa sjónir manna beinst að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvol. Hún hefur ekki fengist birt og eru þeir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Birgir Ármannsson, forseti þingsins, sakaðir um leyndarhyggju í málinu. Fyrir liggur skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda og Bjarni hefur sagt að það geti bara verið ein skýrsla um málið. Vísað hefur verið til andstöðu fyrrverandi ríkisendurskoðanda, Skúla Eggerts Þórðarsonar, við því að greinargerð Sigurðar sé birt sem og stjórnar Lindarhvols sjálfs. Birgir hefur verið sakaður um „lögfræðilega loftfimleika“ við að beita neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar sem að öðru leyti hefur samþykkt að birta greinargerðina. Var verulegar hasar á þinginu í gær um málið þar sem hart var sótt að Birgi. Leyndarhyggjan um málið virðist vera orðið að sjálfstæðu vandamáli. Fréttastofa spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sérstaklega um málið í gær, hver hennar afstaða væri? Hún vildi ekki hafa neina skoðun á því, sagði það á forræði forsætisnefndar. En taldi ekki úr vegi að fréttastofa spyrði núverandi ríkisendurskoðanda um hans afstöðu og Vísir tók hana á orðinu. Ekki stóð á svörum, Guðmundur Björgvin sagðist hafa skoðun á þessu, mikil ósköp. Fullyrða má að Birgir og Bjarni munu fagna kýrskýrri afstöðu hans. Segir umræðuna á miklum villigötum „Mér hefur fundist þessi umræða öll á gríðarlega miklum villigötum svo það sé sagt.“ Guðmundur segir um að ræða upplýsingar sem hafa komið fram en eins og stundum vill verða, þegar það hentar umræðunni, þá er einhverjum sjónarmiðum hyglað meðan látið er sem önnur sjónarmið séu ekki til. „Tilfellið er einfaldlega þetta að Sigurður Þórðarson fékk verkefni sem settur ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis sem skapaðist vegna þess að Þórhallur Arason fyrrverandi stjórnarformaður Lindarhvols og Sveinn Arason fyrrum ríkisendurskoðandi, forveri Skúla, þeir eru bræður. Þess vegna var Sigurður fenginn til þessa verks.“ Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi er ekki hver sem er. Hann starfaði lengi á árum áður sem ríkisendurskoðandi áður en til þessa verkefnis um Lindarhvol kom til. Sigurður var tvö ár að vinna að skýrslunni og var á lokametrunum þegar nýr ríkisendurskoðandi, Skúli Eggert Þórðarson, krafðist þess að hann skilaði inn greinargerð um stöðu máls.vísir/vilhelm Guðmundur Björgvin segir það hafa gerst með þeim hætti að Sigurður var settur ríkisendurskoðandi annað hvort þar til verkefninu um Lindarhvol lýkur eða þar til skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda falla brott. Þegar Skúli Eggert tók við af Sveini féllu þau skilyrði brott. Og fyrir vikið sé eðlilegt að málið og vinnsla þess falli aftur til Ríkisendurskoðunar með formlegum hætti. „Skúli óskaði þá eftir því við Sigurð að upplýsa um stöðu verkefnisins sem þá var ólokið. Þess er þá óskað að settur ríkisendurskoðandi skili samantekt til embættisins, til Ríkisendurskoðunar sem fór með málið. Þá til þess að starfsfólk embættisins gæti sett sig inn í verkefnið og lokið því. Það lá þá fyrir að settur ríkisendurskoðandi lauk aldrei um málið.“ Lög um Ríkisendurskoðun æðri upplýsingalögum Guðmundur Björgvin segir greinargerð Sigurðar samantekt af hans hálfu, stöðuskýrsla en ekki fullunna skýrsla. Sem ber ýmist nafnið samantekt eða greinargerð. „Það sem skiptir höfuðmáli er að þetta er ekki fullunnin skýrsla um Lindarhvol. Þessi samantekt hefði bara átt að vera send ríkisendurskoðanda sem var að taka við þessu óunna máli. Þessa greinargerð átti ekki að senda neinum öðrum. Það sem er og verður afstaða Ríkisendurskoðunar í þessu máli er að þessi samantekt, þessi greinargerð, hún sé vinnuskjal í skilningi 15. greinar laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Þetta eru lögin sem gilda um þessa greinargerð og ganga upplýsingalögum framar,“ segir Guðmundur. Þessi eru sérlög um Ríkisendurskoðanda og því eingöngu til þessara ákvæða en ekki annarra laga að líta varðandi aðgang að þessu hinni sjóðheitu greinargerð Sigurðar sem hann sendi þinginu 2018. „Sú er afstaða ríkisendurskoðanda að um sé að ræða vinnuskjal í skilningi laga, 15. greinar, um ríkisendurskoðanda. Greinargerðin sem slík er samantekt á ókláraðri vinnu Sigurðar Þórðarsonar. Þegar skýrslur eru unnar hjá embættinu, sama hvers eðlis þær eru, og það liggur fyrir skýrsla ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, þá er málið fullklárað af hálfum embættisins. Þegar við erum að vinna úttektir af þessu tagi er forsenda fyrir því í svona vinnu að við sendum út drög af skýrslum okkar til úttektarþola, ef þannig má að orði komast eða þeirra sem úttektin varðar. Þetta er svo þeir fái tækifæri til að veita umsögn um úttektina, leiðrétta það sem hugsanlega kann að hafa misskilist eða misfarist, eða koma að viðbótar gögnum eða sjónarmiðum. Þetta er lykilþáttur í þessari vinnu.“ Greinargerð Sigurðar sé vinnuskjal Guðmundur Björgvin segir að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar hafi aldrei farið í gegnum þetta ferli, þetta teljist drög, vinnuskjal sem komst aldrei á það stig vinnslu að það lyti þeim verkferlum sem málsmeðferð Ríkisendurskoðunar grundvallast á. „Sem gerir það að verkum að það er engan greinarmun að gera á þessari greinargerð og hvaða drögum að skýrslum sem við höfum unnið í fortíð eða þessum tímapunkti.“ Ríkisendurskoðandi nefnir til dæmis að ef blaðamaður Vísis hefði viljað biðja sig um drög að skýrslu um Íslandsbanka, eins og þau stóðu í ágústmánuði, en blaðamaður Vísis var einmitt þá að rukka Ríkisendurskoðun um skýrsluna, þá var það aldrei í boði. „Það kann vel að vera að þau drög séu með allt öðrum hætti en skýrslan sem við endanlega kláruðum og skiluðum til Alþingis. Við vorum enn að vinna í skýrslunni, greina upplýsingar, það sem stendur í gömlum drögum er ekki endilega það sem við viljum láta frá okkur fara sem gagn frá ríkisendurskoðanda. Þú fengir aldrei aðgang að skýrslum í dragaformi.“ Birting greinargerðarinnar vegi að sjálfstæði embættisins Og það er í þessum skilningi sem Guðmundur Björgvin telur að horfa beri til greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Samantekt um ókláraða vinnu sem ekki voru borin undir þá sem hlut áttu að máli. Þeirri skýrslu var skilað hér inn og send áfram meðal annars til Alþingis sem aldrei átti ekki að gera. Við deilum aldrei drögum með öðrum nema við teljum að þau séu í samræmi við þær reglur sem gilda um okkar málsmeðferð.“ Guðmundur Björgvin er alveg harður á því að greinargerðina eigi ekki að birta. Slíkt myndi stangast á við lög um Ríkisendurskoðun sem gangi upplýsingalögum framar.vísir/vilhelm Eins og áður sagði var málið til umfjöllunar á Alþingi í gær, sem oftar og var þingmönnum heitt í hamsi og töldu margir stjórnarandstöðumenn það fyrir neðan allar hellur að greinargerð Sigurðar væri ekki birt, en Guðmundur Björgvin ítrekar að aðeins sé þar um vinnuskjal að ræða og sú afstaða ríkisendurskoðanda er alveg skýr. „Það vekur furðu ríkisendurskoðanda hversu mikið kapp sumir virðast leggja við að brjóta þessi lög. Þetta er mjög alvarlegt mál og við teljum að birting á vinnugögnum Ríkisendurskoðunar væri að setja varasamt fordæmi sem vegur að sjálfstæði embættisins,“ segir Guðmundur Björgvin. Segir Sigurð eiga að vita manna best að ekki beri að birta Hann bætir því við að um sé að ræða landsins lög og þeim beri að fylgja. „Fyrir misskilning hefur þetta mál hefur verið greint út frá upplýsingalögum. Lögin um Ríkisendurskoðun ganga þeim framar. Og við teljum að vinnugögn embættisins eigi aldrei erindi út, okkar vinna hvað svona úttektir varða, snýst um skýrslur sem berast til Alþingis, sem farið hafa í gegnum verkferla svo vinna okkar standi undir nafni og alvarlegur hlutur ef vinnugögn sem uppfylla ekki þessi skilyrði, ef verið er að líta á slík gögn sem einhvers konar álit eða skýrslur til samkeppnis við okkar fullunnu afurðir.“ En ber ekki að líta til þess að Sigurður Þórðarson er ekki hver sem er? Hann starfaði lengi sem ríkisendurskoðandi á árum áður en hann tók að sér þetta verkefni. Þetta er ekki hver sem er? Hann hefur sagt í samtali við Vísi að hann hafi alltaf litið svo á að um opinbert gagn væri að ræða? „Sigurður hefði manna best átt að vita að ófullunnin skjöl ættu ekki erindi út fyrir veggi Ríkisendurskoðunar. Sú er og verður afstaða Ríkisendurskoðunar hvað þetta mál varðar. Þar í rauninni við situr eins og þetta snýr við okkur. Og sætir furðu af minni hálfu að sjá hversu margir virðast keppa við það að brjóta lög um ríkisendurskoðanda. Og þá trúnað samkvæmt þeim.“
Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Tengdar fréttir Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. 23. febrúar 2023 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15
Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. 23. febrúar 2023 11:15