Fótbolti

Jói Berg og félagar heimsækja Englandsmeistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson og Vincent Kompany fara á gamla heimavöll hins síðarnefnda í átta liða úrslitum FA-bikarsins.
Jóhann Berg Guðmundsson og Vincent Kompany fara á gamla heimavöll hins síðarnefnda í átta liða úrslitum FA-bikarsins. Charlotte Tattersall/Getty Images

Dregið var í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir leiki kvöldsins í kvöld og eins og svo oft áður eru áhugaverðar viðureignir framundan.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley fengu gríðarlega erfitt verkefni, en liðið heimsækir Englandsmeistara Manchester City. Vincent Kompany, þjálfari Burnley, lék auðvitað lengi með City og búast má við því að þessi fyrrum fyrirliði félagsins fái hlýjar móttökur á Etihad vellinum.

Þrátt fyrir að komið sé í átta liða úrslit eru enn fjögur lið utan ensku úrvalsdeildarinnar enn með í keppninni. Það verður því aðeins einn úrvalsdeildarslagur í átta liða úrslitunum þegar Manchester United og Fulham eigast við á Old Trafford.

Þá tekur úrvalsdeildarlið Brighton á móti D-deildarliði Grimsby Town sem gerði sér lítið fyrir og sló Southampton úr leik fyrr í kvöld og að lokum mætast B-deildarlið Sheffield United og Blackburn.

Drátturinn

Manchester City - Burnley

Manchester United - Fulham

Brighton & Hove Albion - Grimsby Town

Sheffield United - Blackburn Rovers




Fleiri fréttir

Sjá meira


×