Fótbolti

Sjálfsmark Real Madríd gaf Börsungum forskotið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Börsungar eru með yfirhöndina í undanúrslitaeinvígi spænsku bikarkeppninnar.
Börsungar eru með yfirhöndina í undanúrslitaeinvígi spænsku bikarkeppninnar. Vísir/Getty

Barcelona fer með 1-0 forystu inn í seinni viðureign liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitaeinvígi spænsku bikarkeppninnar í fótbolta, Copa del Rey.

Eina mark leiksins skoraði Eder Militao þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 26. mínútu.

Þrátt fyrir að hafa verið mun meira með boltann náðu Madrídingar lítið að ógna marki gestanna. Því varð niðurstaðan mikilvægur 1-0 útisigur Barcelona sem er nú með pálmann í höndunum fyrir seinni leik liðanna sem fer fram á heimavelli þeirra næstkomandi sunnudag.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu er Osasuna með forystuna eftir 1-0 sigur gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×