Fótbolti

Mikael og félagar upp í efri hlutann eftir sigur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikael Anderson og félagar hans í AGF eru á fínu skriði í dönsku deildinni.
Mikael Anderson og félagar hans í AGF eru á fínu skriði í dönsku deildinni. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Mikael Neville Anderson og félagar hans í AGF unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum hans í Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Mikael og Aron voru báði í byrjunarliðum sinna liða í kvöld. Aron var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik, en Mikael var skipt af velli í uppbótartíma.

Það voru hins vegar þeir Patrick Mortensen og Yann Aurel Bisseck sem saú um markaskorun leiksins í kvöld og niðurstaðan varð því 2-0 sigur AGF.

AGF situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir 20 leiki, sjö stigum meira en Horsens sem situr í tíunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×