Það var Matias Vecino sem skoraði eina mark leiksins þegar hann kom gestunum í Lazio í forystu um miðjan síðari hálfleik og niðurstaðan því 0-1 útisigur Lazio.
Þrátt fyrir tapið í kvöld er Napoli enn með örugga forystu á toppi deildarinnar og í raun lítið sem getur komið í veg fyrir að liðið tryggi sér ítalska meistaratitilinn.
Napoli er með 65 stig eftir 25 leiki, 17 stigum meira en Lazio sem situr í öðru sæti deildarinnar. Þetta var aðeins annað tap Napoli á tímabilinu og alls hefur liðið tapað stigum í fjórum leikjum.