Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að líkt og í gær hafi verið leitað á og við Álftanes.
Fjölmargir tóku þátt í leitinni, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmanna.
Rétt eins og í gær var leitin mjög umfangsmikil og var meðal annars notast við þyrlu, dróna, báta og kafara.