Árs bann þriggja heldri kylfinga staðfest Árni Sæberg skrifar 4. mars 2023 18:08 Margeir Vilhjálmsson búinn að pútta og gengur af flötinni. Helgi Svanberg hins vegar ákvað að taka eitt æfingapútt eftir að hafa klárað holuna, og það hefði hann ekki átt að gera. GSÍ Eins árs keppnisbann heldri kylfinganna Margeirs Ólafssonar, Kristjáns Ólafs Jóhannessonar og Helga Svanbergs Ingasonar hefur verið staðfest af dómstóli GSÍ. Málið snýst meðal annars um umdeilda staðarreglu á Jaðarsvelli og hefur dregið dilk á eftir sér. Kylfingarnir þrír voru í kjölfar Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. til 16. júlí síðastliðinn á Jaðarsvelli á Akureyri, kærðir til aganefndar GSÍ fyrir að hafa staðfest rangt skor. Til að gera langa sögu stutta dæmdi dómari mótsins, Tryggvi Jóhannesson, tvö víti á þá Helga Svanberg Ingason og Kristján Ólaf Jóhannesson, fyrir að brjóta þá staðareglu að taka æfingapútt á flöt eftir að hafa klárað holuna. Margeir, sem var með þeim Helga og Kristjáni í ráshóp, mótmælti þessu á þeim forsendum að þessari staðareglu hafi ekki verið komið á framfæri við kylfinga með fullnægjandi hætti og að allir væru að gera þetta. Ráshópurinn skilaði þá inn skorkortum eftir hring, eins og lög gera ráð fyrir en tóku í engu tillit til dóms Tryggva sem þá leiddi til frávísunar þeirra þriggja. Í kjölfarið voru þremenningar kærðir til aganefndar GSÍ. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og kæruna: Tveir vildu ekki una úrskurði aganefndar Kylfingarnir þrír voru allir úrskurðaðir í árs langt keppnisbann frá öllum mótum innan GSÍ af aganefnd sambandsins. Bann þeirra tók gildi þann 30. september í fyrra og því ljóst að þeir myndu þurfa að sitja hjá í öllum mótum komandi keppnistímabils. Þessu vildu þeir Kristján Ólafur og Margeir ekki una og því kærðu þeir úrskurðinn til dómstóls GSÍ. Í niðurstöðum dómsins segir að óumdeilt sé að þeir Kristján Ólafur og Helgi Svanberg hafi tekið æfingapútt á flöt eftir að hafa klárað 17. holu. Þá verði einnig að telja sannað að dómari mótsins hafi vítað þá báða og að Margeir hafi vitað af því. „Allir leikmenn í því holli sem um ræðir eru reyndir golfspilarar. Verður að gera kröfu til þess að þeir þekki golfreglurnar og meðal annars þá reglu sem fram kemur í grein 20.2 a að leikmönnum beri að fylgja úrskurði dómara um staðreyndir eða hvernig reglunum er beitt. Án þess að kanna málið frekar skiluðu kærendur sem keppandi og ritari röngum skorkortum þar sem ekki var gert ráð fyrir því almenna víti sem dómari mótsins hafði gert þeim grein fyrir,“ segir í dóminum. Með vísan til þessa var úrskurður aganefndar því staðfestur. Margeir mátti tjá sig á Facebook Einn angi málsins sem vakið hefur mesta athygli og ókyrrð innan golfhreyfingarinnar eru skrif Margeirs á Facebook í kjölfar þess að honum var vísað úr mótinu. Þar fór hann yfir málið í löngu máli og dró ekki dul á óánægju sína. Í dóminum segir þó að skrif Margeirs hafi rúmast innan þess ramma sem tjáningarfrelsið gefur. Þá segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendir til þess að Kristján Ólafur hafi með nokkrum hætti sýnt af sér óprúðmannlega framkomu á mótinu og að dómarinn finni að því að ekki hafi verið nægjanleg formfesta í störfum mótstjórnar þegar ákvarðanir voru teknar, sem varða mikilvæga hagsmuni einstaklinga. Akureyri Golf Tengdar fréttir Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta. 18. ágúst 2022 11:35 Golfdómarar setja GR stólinn fyrir dyrnar og vilja Margeir úr stjórn Aron Hauksson, yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni við það að Margeir Vilhjálmsson sitji eftir sem áður í stjórn GR meðan mál hans eru til umfjöllunar fyrir aganefnd GSÍ. Aron nýtur stuðnings fleiri golfdómara. 17. ágúst 2022 13:28 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingarnir þrír voru í kjölfar Íslandsmóts eldri kylfinga, sem haldið var dagana 14. til 16. júlí síðastliðinn á Jaðarsvelli á Akureyri, kærðir til aganefndar GSÍ fyrir að hafa staðfest rangt skor. Til að gera langa sögu stutta dæmdi dómari mótsins, Tryggvi Jóhannesson, tvö víti á þá Helga Svanberg Ingason og Kristján Ólaf Jóhannesson, fyrir að brjóta þá staðareglu að taka æfingapútt á flöt eftir að hafa klárað holuna. Margeir, sem var með þeim Helga og Kristjáni í ráshóp, mótmælti þessu á þeim forsendum að þessari staðareglu hafi ekki verið komið á framfæri við kylfinga með fullnægjandi hætti og að allir væru að gera þetta. Ráshópurinn skilaði þá inn skorkortum eftir hring, eins og lög gera ráð fyrir en tóku í engu tillit til dóms Tryggva sem þá leiddi til frávísunar þeirra þriggja. Í kjölfarið voru þremenningar kærðir til aganefndar GSÍ. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og kæruna: Tveir vildu ekki una úrskurði aganefndar Kylfingarnir þrír voru allir úrskurðaðir í árs langt keppnisbann frá öllum mótum innan GSÍ af aganefnd sambandsins. Bann þeirra tók gildi þann 30. september í fyrra og því ljóst að þeir myndu þurfa að sitja hjá í öllum mótum komandi keppnistímabils. Þessu vildu þeir Kristján Ólafur og Margeir ekki una og því kærðu þeir úrskurðinn til dómstóls GSÍ. Í niðurstöðum dómsins segir að óumdeilt sé að þeir Kristján Ólafur og Helgi Svanberg hafi tekið æfingapútt á flöt eftir að hafa klárað 17. holu. Þá verði einnig að telja sannað að dómari mótsins hafi vítað þá báða og að Margeir hafi vitað af því. „Allir leikmenn í því holli sem um ræðir eru reyndir golfspilarar. Verður að gera kröfu til þess að þeir þekki golfreglurnar og meðal annars þá reglu sem fram kemur í grein 20.2 a að leikmönnum beri að fylgja úrskurði dómara um staðreyndir eða hvernig reglunum er beitt. Án þess að kanna málið frekar skiluðu kærendur sem keppandi og ritari röngum skorkortum þar sem ekki var gert ráð fyrir því almenna víti sem dómari mótsins hafði gert þeim grein fyrir,“ segir í dóminum. Með vísan til þessa var úrskurður aganefndar því staðfestur. Margeir mátti tjá sig á Facebook Einn angi málsins sem vakið hefur mesta athygli og ókyrrð innan golfhreyfingarinnar eru skrif Margeirs á Facebook í kjölfar þess að honum var vísað úr mótinu. Þar fór hann yfir málið í löngu máli og dró ekki dul á óánægju sína. Í dóminum segir þó að skrif Margeirs hafi rúmast innan þess ramma sem tjáningarfrelsið gefur. Þá segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendir til þess að Kristján Ólafur hafi með nokkrum hætti sýnt af sér óprúðmannlega framkomu á mótinu og að dómarinn finni að því að ekki hafi verið nægjanleg formfesta í störfum mótstjórnar þegar ákvarðanir voru teknar, sem varða mikilvæga hagsmuni einstaklinga.
Akureyri Golf Tengdar fréttir Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta. 18. ágúst 2022 11:35 Golfdómarar setja GR stólinn fyrir dyrnar og vilja Margeir úr stjórn Aron Hauksson, yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni við það að Margeir Vilhjálmsson sitji eftir sem áður í stjórn GR meðan mál hans eru til umfjöllunar fyrir aganefnd GSÍ. Aron nýtur stuðnings fleiri golfdómara. 17. ágúst 2022 13:28 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta. 18. ágúst 2022 11:35
Golfdómarar setja GR stólinn fyrir dyrnar og vilja Margeir úr stjórn Aron Hauksson, yfirdómari Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), hefur sagt því starfi sínu lausu í mótmælaskyni við það að Margeir Vilhjálmsson sitji eftir sem áður í stjórn GR meðan mál hans eru til umfjöllunar fyrir aganefnd GSÍ. Aron nýtur stuðnings fleiri golfdómara. 17. ágúst 2022 13:28