Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 08:00 Jürgen Klopp og Erik ten Hag biðla til stuðningsfólks að hætta að syngja um harmleiki á borð við flugslysið í München og Heysel og Hillsborough slysin. Richard Sellers/Soccrates/Getty Images Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira