Innlent

Sprengi­sandur: Sam­göngur, fisk­eldi og Ís­lands­banki

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Davíð Þorláksson sem fer fyrir Betri samgöngum og Bergþór Ólason alþingismaður ætla að byrja á Sprengisandinum. Samgöngusáttmálinn verður til umræðu, sáttmáli sem sumir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjallar um vinnu við endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar og fiskeldisins. einnar umdeildustu atvinnugreinar samtímans.

Þau Helga Vala Helgadóttir, Sigmar Guðmundsson og Hildur Sverrisdóttir alþingismenn ætla að fjalla um eitt og annað sem helst er í deiglunni í pólitíkinni, straum flóttamanna frá Venesúela, kröfu Umboðsmanns Alþingis um svör fjármálaráðherra er varðar sölu á hlut í Íslandsbanka og sennilega ber fleira á góma, til dæmis verðbólgu og jafnvel líka fylgisaukningu Samfylkingar sem ætlar sér stóran hlut i næstu alþingiskosningum.

Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum slær botninn í þáttinn, hann hefur verið að skoða efnahagslegar afleiðingar Úkraínustríðsins fyrir alþjóðviðskiptin, áhrif viðskiptaþvingana á Rússland og fleira því tengt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×