„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 12:15 Jóhann Páll Jóhannson, þingmaður Samfylkingar, segir Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, hafa gert augljós mistök með því að hafa synjað beiðni hans að leggja fram fyrirspurn um skýrslu ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Vísir Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Málið varðar skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða. Lindarhvoll var félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra setti á fót í kjölfar fjármálahrunsins til að koma eigum, sem féllu í fang ríkisins aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Forsætisnefnd samþykkti fyrir tæpu ári að birta skýrsluna en hún ekki verið birt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir það vegna þess að málið sé enn til meðferðar, í ljósi þess að athugasemdir hafi síðan borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols um skýrsluna. Forseti hafi sjálfur sagt skýrsluna hluta af stjórnsýslu Alþingis Þingmenn munu síðdegis í dag greiða atkvæði um hvort Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fái að leggja fram fyrirspurnir um málið. „Greinargerðin sem ég er að spyrja um, hún er miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur beinlínis fjallað um greinargerðina, eða haft málið til meðferðar, á þeim forsendum að skjalið sé hluti af stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. „Ég er að vitna hérna orðrétt í forseta Alþingis frá 2021, í bréfi sem hann sendi til stjórnvalda þar sem fjallað er um skjalið á þessum forsendum. Auk þess hefur forsætisnefnd ákveðið að birta greinargerðina með vísan til upplýsingalaga, þá á þeim forsendum að gildissvið upplýsingalaga nái til stjórnsýslu Alþingis.“ Þannig standist ekki að forseti þingsins leyfi ekki að fyrirspurnin verði lögð fram, en hann hefur skýrt það þannig, í samtali við mbl.is í morgun, að fyrirspurnirnar varði starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingi og skýrt komi fram í þingsköpum að starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins. Fyrirspurn Jóhanns snýr beinlínis að skýrslu ríkisendurskoðanda: Hvað komi fram í skýrslunni um starfsemi Lindarhvols, hvaða atriði hann hafi talið að þyrfti að skoða nánar, hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við söluferli hluta ríkisins í félaginu Klakka ehf., hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við aðkomu lögmannsstofunnar íslaga að starfsemi Lindarhvols og hvað ríkisendurskoðandi taldi að hafi gefið til kynna að hlutur ríkisins í Klakka hafi verið seldur á undirverði. Fyrirspurn Björns Levís snýst hins vegar að starfsemi ríkisendurskoðanda: Hvaða lögum og reglum hann eigi að hafa eftirlit með, hvað sé átt við með fráviki frá lögum og reglum og hvaða svigrúm ríkisendurskoðandi hafi til að skilgreina ákveðin atriði. Vafasamt fordæmi ef mistökin verði ekki leiðrétt „Það að Birgir skuli ákveða að leyfa fyrirspurnina ekki, út af þessum málsástæðum, það er hægt að hrekja það auðveldlega með vísan til fundargerða forsætisnefndar og með vísan til bréfa sem hafa gengið milli forsætisnefndar og stjórnvalda. Þetta er ósköp einfalt í mínum huga og snýst um skýlausan rétt þingmanna til að spyrja forseta spurninga um stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll. „Birgir Ármannsson gerði mistök með því að synja mér um heimild til að leggja fram þessa fyrirspurn og ég vona að hann leiðrétti þessi mistök áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ef hann gerir það ekki verða þingmenn úr öllum flokkum að leiðrétta þessi mistök.“ Verði þessi mistök ekki leiðrétt sé komið vafasamt og hættulegt fordæmi. „Ef stjórnarmeirihlutinn á Alþingi fer að beita afli sínu til að svipta þingmenn í minnihluta réttinum, samkvæmt þingskapalögum, til að spyrja um ákveðin atriði held ég að við séum komin á vafasamar slóðir.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Málið varðar skýrslu Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða. Lindarhvoll var félag sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra setti á fót í kjölfar fjármálahrunsins til að koma eigum, sem féllu í fang ríkisins aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Forsætisnefnd samþykkti fyrir tæpu ári að birta skýrsluna en hún ekki verið birt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir það vegna þess að málið sé enn til meðferðar, í ljósi þess að athugasemdir hafi síðan borist frá Ríkisendurskoðun og stjórn Lindarhvols um skýrsluna. Forseti hafi sjálfur sagt skýrsluna hluta af stjórnsýslu Alþingis Þingmenn munu síðdegis í dag greiða atkvæði um hvort Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fái að leggja fram fyrirspurnir um málið. „Greinargerðin sem ég er að spyrja um, hún er miðpunkturinn í sérstöku stjórnsýslumáli hjá forsætisnefnd Alþingis. Forsætisnefnd hefur beinlínis fjallað um greinargerðina, eða haft málið til meðferðar, á þeim forsendum að skjalið sé hluti af stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. „Ég er að vitna hérna orðrétt í forseta Alþingis frá 2021, í bréfi sem hann sendi til stjórnvalda þar sem fjallað er um skjalið á þessum forsendum. Auk þess hefur forsætisnefnd ákveðið að birta greinargerðina með vísan til upplýsingalaga, þá á þeim forsendum að gildissvið upplýsingalaga nái til stjórnsýslu Alþingis.“ Þannig standist ekki að forseti þingsins leyfi ekki að fyrirspurnin verði lögð fram, en hann hefur skýrt það þannig, í samtali við mbl.is í morgun, að fyrirspurnirnar varði starfsemi ríkisendurskoðanda en ekki stjórnsýslu Alþingi og skýrt komi fram í þingsköpum að starfsemi ríkisendurskoðanda falli ekki undir stjórnsýslu þingsins. Fyrirspurn Jóhanns snýr beinlínis að skýrslu ríkisendurskoðanda: Hvað komi fram í skýrslunni um starfsemi Lindarhvols, hvaða atriði hann hafi talið að þyrfti að skoða nánar, hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við söluferli hluta ríkisins í félaginu Klakka ehf., hvaða athugasemdir hafi verið gerðar við aðkomu lögmannsstofunnar íslaga að starfsemi Lindarhvols og hvað ríkisendurskoðandi taldi að hafi gefið til kynna að hlutur ríkisins í Klakka hafi verið seldur á undirverði. Fyrirspurn Björns Levís snýst hins vegar að starfsemi ríkisendurskoðanda: Hvaða lögum og reglum hann eigi að hafa eftirlit með, hvað sé átt við með fráviki frá lögum og reglum og hvaða svigrúm ríkisendurskoðandi hafi til að skilgreina ákveðin atriði. Vafasamt fordæmi ef mistökin verði ekki leiðrétt „Það að Birgir skuli ákveða að leyfa fyrirspurnina ekki, út af þessum málsástæðum, það er hægt að hrekja það auðveldlega með vísan til fundargerða forsætisnefndar og með vísan til bréfa sem hafa gengið milli forsætisnefndar og stjórnvalda. Þetta er ósköp einfalt í mínum huga og snýst um skýlausan rétt þingmanna til að spyrja forseta spurninga um stjórnsýslu Alþingis,“ segir Jóhann Páll. „Birgir Ármannsson gerði mistök með því að synja mér um heimild til að leggja fram þessa fyrirspurn og ég vona að hann leiðrétti þessi mistök áður en atkvæðagreiðslan fer fram. Ef hann gerir það ekki verða þingmenn úr öllum flokkum að leiðrétta þessi mistök.“ Verði þessi mistök ekki leiðrétt sé komið vafasamt og hættulegt fordæmi. „Ef stjórnarmeirihlutinn á Alþingi fer að beita afli sínu til að svipta þingmenn í minnihluta réttinum, samkvæmt þingskapalögum, til að spyrja um ákveðin atriði held ég að við séum komin á vafasamar slóðir.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14
Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22