Prigozhin segir menn sína óttast að verða gerðir að blórabögglum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2023 12:50 Prigozhin ávarpaði Vólódímír Selenskí í myndskeiði fyrir helgi og hvatti forsetann til að draga hermenn sína til baka frá Bakhmut. AP/Prigozhin Press Service Stofnandi Wagner málaliðahópsins segir bardagamenn hópsins í Úkraínu ekki hafa fengið umsamin skotfæri frá Rússlandi og segir annað hvort um að ræða afleiðngar skrifræðis eða hrein og klár svik. Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Samskipti Yevgeny Prigozhin, sem áður var afar náinn Vladimir Pútín Rússlandsforseta, og stjórnvalda í Moskvu hafa farið versnandi síðustu vikur og mánuði, meðal annars vegna yfirlýsinga Prigozhin um þátt sveita Wagner í sókn Rússa. Bardagamenn Wagner í Úkraínu eru taldir hlaupa á tugum þúsunda en margir þeirra sátu í fangelsum Rússlands áður en þeir voru sendir á vígvöllinn. Sumir, þeirra á meðal Prigozhin, vilja meina að sveitirnar gegni nú lykilhlutverki í sókn Rússa. Prigozhin sagði í gær að skjöl hefðu verið undirrituð 22. febrúar síðastliðinn, þar sem kveðið var á um sendingu skotfæra til Bakhmut næsta dag. Þessar sendingar hefðu hins vegar ekki skilað sér. Í myndskeiði sem deilt var á samfélagsmiðlum á laugardag en virðist hafa verið tekið upp í febrúar sagði Prigozhin menn sína óttast að til stæði að gera þá að blórabögglum ef Rússar töpuðu stríðinu. „Hvað ef [stjórnvöld í Rússlandi] eru að reyna að koma sökinni á okkur, að segja að við séum þrjótar, og að það er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki að senda okkur skotfæri, sjá okkur fyrir vopnum, og ekki að gera okkur kleift að endurnýja mannaflann okkar, þar á meðal með föngum?“ segir Prigozhin. Þá heldur hann því fram að ef málaliðar Wagner hörfuð í Bakhmut, þar sem harðir bardagar hafa staðið yfir, þá myndi öll framvarðarlína Rússa hrynja. Prigozhin sagði bardagamenn sína berjast gegn öllum úkraínska hernum og „tortíma“ honum. Á sama tíma væru hermenn Rússa að gera allt sem þeir gætu til að halda í við Wagner-liða. Hugveitan Institute for the Study of War segir Úkraínumenn líklega að gefa undan í Bakhmut en að þeir væru enn að valda töluverðu mannfalli meðal Rússa. Greint var frá því um helgina að götubardagar stæðu yfir í borginni.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira