Viðskipti innlent

Bein út­sending: Árs­fundur Lands­virkjunar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/Vilhelm

Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í dag í Silfurbergi í Hörpu. Fundurinn hefst klukkan 14. Fjármálaráðherra mun flytja ávarp á fundinum. 

Á fundinum mun Hörður Arnarson forstjóri um stöðu Landsvirkjunar og framtíð, Rafnar Lárusson fjármálastjóri um sterka fjárhagslega stöðu orkufyrirtækis þjóðarinnar, Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri um Landsvirkjun sem góðan granna og segir frá viðhorfi landsmanna og ferðamanna til grænu orkuvinnslunnar.

Loks fjallar Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu um orkuöryggi nú og í framtíð en einnig munu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, flytja ávörp.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×