„Mikið af tilfinningum í gangi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 23:00 Graham Potter varð í kvöld fyrsti enski stjórnn til að koma liði sínu áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu síðan 2010. EPA-EFE/Neil Hall „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks. „Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Þetta var mjög stressandi í lok leiks en strákarnir spiluðu frábærlega. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd og allra hér.“ Markið sem skaut Chelsea í 8-liða úrslit kom úr vítaspyrnu sem var tvítekin þar sem leikmaður Dortmund hafði farið inn í teig þegar Kai Havertz skaut boltanum í stöngina. Hann gerði engin mistök í seinna skiptið. „Í rauninni ekki ef ég er hreinskilinn, ég veit að þeir voru of fljótir inn í teig. Þetta var á milli Havertz eða Reece [James[. Stundum þurfa menn líka að ákveða þetta sjálfir inn á vellinum. Við höfum augljóslega fulla trú á Havertz. Ég horfði ekki en var yfir mig glaður þegar ég heyrði fagnaðarlætin,“ sagði þjálfarinn sem virðist ekki hafa það í sér að horfa á menn taka vítaspyrnur. „Að taka vítaspyrnur er ekki fyrir mig svo ég dáist að öllum sem gera það.“ „Andrúmsloftið í búningsklefanum var frábært. Við höfum átt erfitt uppdráttar og þessi keppni skiptir okkur miklu máli. Við vildum komast áfram og það tókst.“ „Við þurfum að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir leikinn gegn Leicester City á laugardag. Að halda markinu hreinu tvo leiki í röð er frábært fyrir strákana eftir erfiðan tíma. Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það snýst um hvernig maður bregst við því, leikmennirnir hafa verið frábærir.“ „Það var mikilvægt fyrir okkur að setja þá undir pressu og fá stuðningsfólkið með okkur í liði. Það er ekki auðvelt því þeir eru frábært lið með mikið sjálfstraust.“ Graham Potter becomes the first English manager since 2010 to progress through a knockout tie in the #UCL pic.twitter.com/pdzkAcz2mZ— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 7, 2023 „Allt hrós til leikmannanna. Þeir gáfu allt í þetta og við áttum skilið að fara áfram,“ sagði Potter að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira