Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2023 15:27 Frá vettvangi slyssins á Akureyri, sumarið 2021. Vísir/Lillý Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði. Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði.
Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32