Hoppukastalamálinu ekki vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. mars 2023 15:27 Frá vettvangi slyssins á Akureyri, sumarið 2021. Vísir/Lillý Dómari í Hoppukastalamálinu svokallaða féllst ekki á frávísun málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra nú síðdegis. Málið verður því tekið til efnismeðferðar. Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði. Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Reiknað er með að aðalmeðferð málsins fari fram í maí en verjendur sakborninganna fimm fá nú um mánaðarfrest til að skila greinargerðum vegna málsins. Sakborningar í málinu, sem snýst um slys sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021, höfðu allir farið fram á að málinu yrði vísað frá, þegar það var þingfest í síðasta mánuði. Alls voru fimm ákærðir vegna málsins. Tveir sjálfboðaliðar á vegum íþróttafélagsins KA, sem hafði tekið að sér að útvega starfsmenn til að sinna miðasölu og umsjón með svæðinu, og þrír starfsmenn félagsins sem leigði hoppukastalann út. Voru þeir ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastalanum umræddan dag. Forseti bæjarstjórnar á meðal ákærða Á meðal sjálfboðaliða KA sem ákærðir voru vegna málsins er Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn. Fimmmenningarnir neituðu allir sök þegar málið var þingfest í héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði. Sem fyrr segir fóru þeir einnig fram á að málinu yrði vísað frá. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Málflutningur um frávísunina fór fram í upphafi mánaðarins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þar helst tekist á um hvort að hoppukastalinn hafi verið nægjanlega vel festur niður eða ekki, og hver, ef einhver, hafi borið ábyrgð á því. Kastalinn tókst á loft í vindhviðu með fyrrgreindum afleiðingum. Sem fyrr segir var úrskurður um hvort frávísa ætti málinu kveðinn upp í dag, í gegnum fjarfundarbúnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna kröfu sakborninganna um frávísun málsins og taka málið til efnismeðferðar. Næstu skref málsins eru þau að verjendur þeirra fá nú tæpan mánuð til þess að skila greinargerðum vegna málsins, áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Horft er til þess að aðalmeðferð málsins fari fram í maímánuði.
Akureyri Dómsmál Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49 Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Neita sök í hoppukastalamáli Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. 15. febrúar 2023 13:49
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32