Viðskipti innlent

Val­geir nýr fram­kvæmda­stjóri happ­drættis DAS

Bjarki Sigurðsson skrifar
Valgeir Elíasson er nýr framkvæmdastjóri happdrættis DAS.
Valgeir Elíasson er nýr framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Aðsend

Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.

Valgeir þekkir vel til starfa Happdrættis DAS, en hann starfaði sem deildarstjóri bókhalds- og launadeildar Hrafnistuheimilanna, en bæði happdrættið og Hrafnistu-heimilin starfa undir hatti Sjómannadagsráðs. 

Valgeir er menntaður viðskiptafræðingur með M.a.cc. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2011. Hann hefur unnið hjá Hrafnistu-heimilunum í 11 ár en þar á undan vann hann hjá KPMG og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann er giftur og á þrjú börn og þrjú barnabörn.

„Ég veit að Happdrætti DAS hefur skilað góðu búi til þeirra málefna sem það styrkir, það er að segja, Hrafnistuheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Mikið grettistak hefur verið unnið í að nútímavæða hjúkrunarheimilin og gera þau þannig að þeim sem dveljast þar líður mjög vel. Happdrættið hefur stutt einna helst við þessa nútímavæðingu og mitt starf mun snúast um að halda þessum stuðningi áfram,“ er haft eftir Valgeiri í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×