Umfjöllun og viðtal: Breiðablik - Grindavík 75-109 | Risasigur Grindavíkurstúlkna í Kópavogi Stefán Snær Ágústsson skrifar 8. mars 2023 19:45 VÍSIR/VILHELM Grindavík vann stórsigur á Breiðabliki þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 109-75 og Grindavík því áfram öruggt í fimmta sæti deildarinnar. Grindavíkurkonur byrjuðu sterkari og þótt Blikar sýndu einhver lífsmörk í upphafi leiks varð fljótt ljóst að gestirnir úr Grindavík myndu taka stigin tvö með samheldinni liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti í sókn og áherslu á þriggja stiga körfum sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. Ekki var mikið milli liðanna í fyrsta leikhluta en þó tóku gestirnir úr Grindavík strax forystuna og létu hana aldrei frá sér. Amanada Okodugha át fyrsta frákastið, keyrði upp völlinn og lagði boltann fyrir Huldu Björk sem setti fyrstu stigin sín í leiknum, en þau áttu eftir að verða mun fleiri. Þótt liðin virtust sækja svipað mikið á hvort annað var fljótt klárt að gestirnir úr Grindavík, sem eru enn að berjast fyrir umspilssæti í Subway deild kvenna, voru mættar af meiri krafti og með samþættari spilamennsku. Vörn Blika var hæg og áttu þær erfitt með að loka á Grindavíkurkonur þegar þær sóttu, en gestirnir náðu ítrekað að henda í þriggja stiga körfur. Eftir um sjö mínútur í fyrsta leikhluta settu Blikar fyrstu þriggja stiga körfuna sína, en á sama tíma höfðu Grindavíkurkonur sett fimm. Skotnýting Blika í fyrsta leikhluta var vægast sagt ömurleg, eða um 16%, en Grindavíkurkonur voru með um 36% nýtingu. Heimakonur voru slakar í fyrsta leikhluta og máttu telja sig heppnar að enda ekki leikhlutann í verri stöðu, staðan 23-29 gestunum í vil. Annar leikhluti byrjaði mun jafnari en sá fyrri, en Blikar keyrðu á orkunni sem þær náðu að mynda undir lok fyrsta leikhluta og héldu áfram að pressa. Það dugði þó skammt og ekki leið á löngu þar til Grindavíkurkonur byrjuðu að sækja verulega í sig veðrið. Þegar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru gestirnir búnar að auka muninn úr sex stigum í ellefu. Grindavíkurkonur áttu sterkar sóknir og sýndu samheldna spilamennsku á köflum þar sem Blikar náðu ekki að snerta boltann. Undir lok fyrri hálfleiks lágu gestirnir í sókn og náðu að auka verulega á forskot sitt með tíu ósvöruðum stigum. Heimakonur virtust ekki vera með á vellinum og voru í raun áhorfendur í vörn. Staðan í leikhléi eftir yfirburðarleikhluta Grindavíkur, 32-51. Áhorfendur voru bjartsýnir um betri frammistöðu frá heimaliðinu í seinni hálfleik en ekkert rættist úr því. Jeremy Smith hefur áður náð að snúa við frammistöðu með hvetjandi hálfleiksræðu en það tókst ekki í þetta skiptið. Liðin komu aftur til leiks og strax voru það Grindavíkurkonur sem tóku yfirhöndina, en það voru þær Amanada Okodugha og Elma Dautovic í liði Grindavíkur sem settu fyrstu körfur hálfleiksins. Þriggja stiga körfunum rigndu áfram inn hjá gestunum og fjöldi þriggja stiga skota hélt í raun bara áfram að aukast að aukast, en Blikar náðu ekki að lagfæra varnaskipulagið sitt í hálfleik til að verjast gegn þriggja stiga áætlunum Grindavíkur. Eftir aðeins fimm mínútur inn í seinni hálfleik voru gestirnir komnir með yfir 30 stiga forskot og hélst það út leikhlutann. Blikar syntu áfram gegn hörðum suðurnesjastraumnum en þriðja leikhluta lauk með Grindavík í bílstjórasætinu og öllum orðið ljóst hvaða lið væri að fara vinna, staðan 49-77 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var í raun óþarfur. Það stefndi allt í sannfærandi sigur gestanna og tók Bryndís aðstoðarþjálfari, sem stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar, strax stjörnuleikmennina Dani Rodriguez og Amanada Okodugha útaf í verðskuldað frí. Blikakonur sættu sig við tap og voru það Grindavíkurkonur sem sýndu betri sóknarkrafta, en það hjálpaði þeim að rjúfa 100 stiga múrinn með aðeins nokkrar mínútur til leiksloka. Grindavíkurkonur voru rólegar í þriðja gír og sigldu sigrinum heim í rólegheitum eftir sterka liðframmistöðu gegn óskipulögðu og baráttuveiku Blikaliði. Lokatölur 75-109 og 34 stiga sigur gestanna staðfestur. Af hverju vann Grindavík? Grindavíkurkonur mættu einbeittar til leiks og virtust strax frá upphafi ætla sér sigur. Blikar voru slakar í vörn, gáfu endalaus færi á þriggja stiga skotum og voru nánast í æfingaleiksgír, enda tímabilið nánast búið hjá þeim með ekkert til að spila fyrir nema stolt og bætingu. Grindavík spilaði af krafti, snerpu og voru með leikplan. Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur gegn 5 frá Blikum. Skotnýting liðanna var sömuleiðis gestunum í vil en þær voru með 44% nýtingu gegn slöku 36% heimaliðsins. Hverjar stóðu upp úr? Grindavík vann leikinn vegna samheldinnar liðsframmistöðu. Þær spiluðu hraðar, af meiri krafti og með skýrt leikplan. Það voru margir leikmenn í liði gestanna sem spiluðu frábæran leik þótt engin átti stórleik en þar ber helst að nefna fyrirliðann Huldu Björk Ólafsdóttur sem setti fyrstu stig leiksins og hélt áfram að bæta við jafnt og þétt. Þá áttu þær Elma Dautovic og Hekla Eik Nökkvadóttir sterka leiki en allir þessir leikmenn settu yfir 20 stig í leiknum sem verður að teljast góð dreifing á stigum. Einnig verður að nefna Amanada Okodugha sem stendur alltaf fyrir sínu undir körfunni, át fráköstin og setti fjölmörg layups en hún setti 12 stig og tók 7 fráköst. Hvað gekk illa? Breiðablik náði ekki að stöðva sóknir Grindavíkurkvenna og lágu þær í færum. Heimakonur voru áhorfendur í vörn á vellinum og réðu ekkert við hreyfingu og snerpu andstæðinga sinna. Grindavík náði að taka 51 þriggja stiga skot í leiknum, og nýttu 19 þeirra - en þótt það varð fljótt ljóst að leikplan gestanna var að spila á þristinum þá náðu Blikar aldrei að stöðva færin. Hvað gerist næst? Blikar eru komnar með annað augað á sólarströndina en liðið hefur ekkert að spila fyrir og sást það í þessari frammistöðu. Næsti leikur þeirra er við Fjölni en þar mætast tvö lið sem eru byrjuð að huga að næstu leiktíð. Blikar munu vilja stoppa blæðinguna eftir 4 tapleiki í röð. Grindavíkurkonur verða sáttar með sigur eftir sterka liðsframmistöðu og vita að þær þurfa að beita öllum sínum kröftum í næsta leik gegn einu. Jeremy: Þær skoruðu körfur og við ekki Jeremy Smith er þjálfari Blikastúlkna.Vísir/Vilhelm Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir stórt tap gegn Grindavík í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. „Þetta var erfitt tap, þær skutu boltanum vel en ég er stoltur af ákafa stelpnanna.“ Spurður hvort það hafi vantað upp á vinnusemi eða gæði hjá liðinu hans, svarar hann neitandi. „Ég er ekki svekktur út í vinnusemi liðsins, við bara þurfum að vanda aðeins fráganginn og huga meira að smáatriðum.“ Grindavík setti nítján þriggja stiga körfur úr yfir fimmtíu þriggja stiga skotum gegn aðeins fimm hjá Blikum. Af hverju voru Blikar að eiga í svona miklum erfiðleikum með þriggja stiga skot Grindavíkur? „Þetta var út af þessum smáatriðum. Grindavíkurkonur skutu boltanum vel. Það var munurinn í leiknum, þær skoruðu körfur og við ekki.“ Breiðablik hefur fengið á sig 90 stig að meðaltali í leik úr síðustu 4 leikjum en skorað aðeins 60 stig að meðaltali í þeim leikjum. Í kvöld náði liðið að skora 75 stig, bendir það þá til þess að vandinn liggi í vörn frekar en sókn? „Ef við erum raunsæ með stöðuna þá er ég ánægður með framlag stelpnanna, þær spiluðu nokkuð vel, þær spiluðu með sjálfstraust og af krafti og það er það eina sem ég get beðið um. Varnarleikurinn er eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Subway-deild kvenna Breiðablik UMF Grindavík
Grindavík vann stórsigur á Breiðabliki þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í kvöld. Lokatölur 109-75 og Grindavík því áfram öruggt í fimmta sæti deildarinnar. Grindavíkurkonur byrjuðu sterkari og þótt Blikar sýndu einhver lífsmörk í upphafi leiks varð fljótt ljóst að gestirnir úr Grindavík myndu taka stigin tvö með samheldinni liðsframmistöðu sem einkenndist af snerpu og drifkrafti í sókn og áherslu á þriggja stiga körfum sem Blikar réðu ekki við, lokatölur 75-109. Ekki var mikið milli liðanna í fyrsta leikhluta en þó tóku gestirnir úr Grindavík strax forystuna og létu hana aldrei frá sér. Amanada Okodugha át fyrsta frákastið, keyrði upp völlinn og lagði boltann fyrir Huldu Björk sem setti fyrstu stigin sín í leiknum, en þau áttu eftir að verða mun fleiri. Þótt liðin virtust sækja svipað mikið á hvort annað var fljótt klárt að gestirnir úr Grindavík, sem eru enn að berjast fyrir umspilssæti í Subway deild kvenna, voru mættar af meiri krafti og með samþættari spilamennsku. Vörn Blika var hæg og áttu þær erfitt með að loka á Grindavíkurkonur þegar þær sóttu, en gestirnir náðu ítrekað að henda í þriggja stiga körfur. Eftir um sjö mínútur í fyrsta leikhluta settu Blikar fyrstu þriggja stiga körfuna sína, en á sama tíma höfðu Grindavíkurkonur sett fimm. Skotnýting Blika í fyrsta leikhluta var vægast sagt ömurleg, eða um 16%, en Grindavíkurkonur voru með um 36% nýtingu. Heimakonur voru slakar í fyrsta leikhluta og máttu telja sig heppnar að enda ekki leikhlutann í verri stöðu, staðan 23-29 gestunum í vil. Annar leikhluti byrjaði mun jafnari en sá fyrri, en Blikar keyrðu á orkunni sem þær náðu að mynda undir lok fyrsta leikhluta og héldu áfram að pressa. Það dugði þó skammt og ekki leið á löngu þar til Grindavíkurkonur byrjuðu að sækja verulega í sig veðrið. Þegar tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta voru gestirnir búnar að auka muninn úr sex stigum í ellefu. Grindavíkurkonur áttu sterkar sóknir og sýndu samheldna spilamennsku á köflum þar sem Blikar náðu ekki að snerta boltann. Undir lok fyrri hálfleiks lágu gestirnir í sókn og náðu að auka verulega á forskot sitt með tíu ósvöruðum stigum. Heimakonur virtust ekki vera með á vellinum og voru í raun áhorfendur í vörn. Staðan í leikhléi eftir yfirburðarleikhluta Grindavíkur, 32-51. Áhorfendur voru bjartsýnir um betri frammistöðu frá heimaliðinu í seinni hálfleik en ekkert rættist úr því. Jeremy Smith hefur áður náð að snúa við frammistöðu með hvetjandi hálfleiksræðu en það tókst ekki í þetta skiptið. Liðin komu aftur til leiks og strax voru það Grindavíkurkonur sem tóku yfirhöndina, en það voru þær Amanada Okodugha og Elma Dautovic í liði Grindavíkur sem settu fyrstu körfur hálfleiksins. Þriggja stiga körfunum rigndu áfram inn hjá gestunum og fjöldi þriggja stiga skota hélt í raun bara áfram að aukast að aukast, en Blikar náðu ekki að lagfæra varnaskipulagið sitt í hálfleik til að verjast gegn þriggja stiga áætlunum Grindavíkur. Eftir aðeins fimm mínútur inn í seinni hálfleik voru gestirnir komnir með yfir 30 stiga forskot og hélst það út leikhlutann. Blikar syntu áfram gegn hörðum suðurnesjastraumnum en þriðja leikhluta lauk með Grindavík í bílstjórasætinu og öllum orðið ljóst hvaða lið væri að fara vinna, staðan 49-77 eftir þriðja leikhluta. Fjórði leikhluti var í raun óþarfur. Það stefndi allt í sannfærandi sigur gestanna og tók Bryndís aðstoðarþjálfari, sem stýrði liðinu í fjarveru Þorleifs Ólafssonar, strax stjörnuleikmennina Dani Rodriguez og Amanada Okodugha útaf í verðskuldað frí. Blikakonur sættu sig við tap og voru það Grindavíkurkonur sem sýndu betri sóknarkrafta, en það hjálpaði þeim að rjúfa 100 stiga múrinn með aðeins nokkrar mínútur til leiksloka. Grindavíkurkonur voru rólegar í þriðja gír og sigldu sigrinum heim í rólegheitum eftir sterka liðframmistöðu gegn óskipulögðu og baráttuveiku Blikaliði. Lokatölur 75-109 og 34 stiga sigur gestanna staðfestur. Af hverju vann Grindavík? Grindavíkurkonur mættu einbeittar til leiks og virtust strax frá upphafi ætla sér sigur. Blikar voru slakar í vörn, gáfu endalaus færi á þriggja stiga skotum og voru nánast í æfingaleiksgír, enda tímabilið nánast búið hjá þeim með ekkert til að spila fyrir nema stolt og bætingu. Grindavík spilaði af krafti, snerpu og voru með leikplan. Grindavík setti 19 þriggja stiga körfur gegn 5 frá Blikum. Skotnýting liðanna var sömuleiðis gestunum í vil en þær voru með 44% nýtingu gegn slöku 36% heimaliðsins. Hverjar stóðu upp úr? Grindavík vann leikinn vegna samheldinnar liðsframmistöðu. Þær spiluðu hraðar, af meiri krafti og með skýrt leikplan. Það voru margir leikmenn í liði gestanna sem spiluðu frábæran leik þótt engin átti stórleik en þar ber helst að nefna fyrirliðann Huldu Björk Ólafsdóttur sem setti fyrstu stig leiksins og hélt áfram að bæta við jafnt og þétt. Þá áttu þær Elma Dautovic og Hekla Eik Nökkvadóttir sterka leiki en allir þessir leikmenn settu yfir 20 stig í leiknum sem verður að teljast góð dreifing á stigum. Einnig verður að nefna Amanada Okodugha sem stendur alltaf fyrir sínu undir körfunni, át fráköstin og setti fjölmörg layups en hún setti 12 stig og tók 7 fráköst. Hvað gekk illa? Breiðablik náði ekki að stöðva sóknir Grindavíkurkvenna og lágu þær í færum. Heimakonur voru áhorfendur í vörn á vellinum og réðu ekkert við hreyfingu og snerpu andstæðinga sinna. Grindavík náði að taka 51 þriggja stiga skot í leiknum, og nýttu 19 þeirra - en þótt það varð fljótt ljóst að leikplan gestanna var að spila á þristinum þá náðu Blikar aldrei að stöðva færin. Hvað gerist næst? Blikar eru komnar með annað augað á sólarströndina en liðið hefur ekkert að spila fyrir og sást það í þessari frammistöðu. Næsti leikur þeirra er við Fjölni en þar mætast tvö lið sem eru byrjuð að huga að næstu leiktíð. Blikar munu vilja stoppa blæðinguna eftir 4 tapleiki í röð. Grindavíkurkonur verða sáttar með sigur eftir sterka liðsframmistöðu og vita að þær þurfa að beita öllum sínum kröftum í næsta leik gegn einu. Jeremy: Þær skoruðu körfur og við ekki Jeremy Smith er þjálfari Blikastúlkna.Vísir/Vilhelm Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir stórt tap gegn Grindavík í 24. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. „Þetta var erfitt tap, þær skutu boltanum vel en ég er stoltur af ákafa stelpnanna.“ Spurður hvort það hafi vantað upp á vinnusemi eða gæði hjá liðinu hans, svarar hann neitandi. „Ég er ekki svekktur út í vinnusemi liðsins, við bara þurfum að vanda aðeins fráganginn og huga meira að smáatriðum.“ Grindavík setti nítján þriggja stiga körfur úr yfir fimmtíu þriggja stiga skotum gegn aðeins fimm hjá Blikum. Af hverju voru Blikar að eiga í svona miklum erfiðleikum með þriggja stiga skot Grindavíkur? „Þetta var út af þessum smáatriðum. Grindavíkurkonur skutu boltanum vel. Það var munurinn í leiknum, þær skoruðu körfur og við ekki.“ Breiðablik hefur fengið á sig 90 stig að meðaltali í leik úr síðustu 4 leikjum en skorað aðeins 60 stig að meðaltali í þeim leikjum. Í kvöld náði liðið að skora 75 stig, bendir það þá til þess að vandinn liggi í vörn frekar en sókn? „Ef við erum raunsæ með stöðuna þá er ég ánægður með framlag stelpnanna, þær spiluðu nokkuð vel, þær spiluðu með sjálfstraust og af krafti og það er það eina sem ég get beðið um. Varnarleikurinn er eitthvað sem við þurfum að skoða.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum