Fengu mun hærra verðmat eftir að hafa „hvítþvegið“ heimili sitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2023 08:44 Fasteignaverð í San Francisco er með því hæsta í Bandaríkjunum. Bandarískt par hefur náð sátt við fasteignamatsfyrirtæki sem parið sakaði um að hafa metið heimili sitt undir markaðsvirði vegna þess að bæði eru svört. Fyrirtækið mat húsið á 900 þúsund dollara en það var seinna metið á 1,5 milljón dollara. Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir. Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Tenisha Tate-Austin og Paul Austin keyptu heimili sitt í San Francisco árið 2016 fyrir um það bil 550 þúsund dollara. Árið 2020 ákváðu þau að endurfjármagna en árið áður, eftir framkvæmdir, hafði húsið verið metið á 1,4 milljón dollara. Við endurfjármögnuna mat áðurnefnt fyrirtæki húsið hins vegar á aðeins 900 þúsund dollara. Þau ákváðu því að gera tilraun og fjarlægðu öll ummerki um að svört fjölskylda byggi í húsinu. Þá fengu þau hvíta vinkonu sína til að þykjast eiga húsið og fengu svo annað fyrirtæki til að verðmeta. Það komst að þeirri niðurstöðu að heimilið væri nærri 1,5 milljón dollara virði. „Þetta var léttir... svona „Ég sagði það“. En svo upplifir maður bara depurð,“ sagði Tate-Austin í samtali við CBS News árið 2021. Hún sagði sorglegt að þurfa að grípa til ofangreinds úrræðis til að fá rétt mat á húsið. Parið fór í mál við fyrra fyrirtækið og hefur nú samið um ótilgreindar bætur. Samkvæmt frétt BBC um málið er parið langt í frá það eina sem hefur þurft að grípa til þess að „hvítta“ heimili sitt til að fá rétt verðmat. Gögn benda til þess að í hverfum þar sem meirihluti íbúa tilheyrir minnihluta séu heimili oftsinnis vanmetin. Þá ber að geta þess að 92,4 prósent þeirra sem starfa við fasteignamat eru hvítir.
Bandaríkin Mannréttindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira