Dýrustu fasteignir sem seldar voru á Íslandi árið 2022 Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. mars 2023 11:34 Þessar eignir eru á meðal þeirra dýrustu sem seldust á síðasta ári. samsett Ein dýrasta fasteign sem seldist á síðasta ári fór á hvorki meira né minna en 620 milljónir. Eignina er að finna í myndbandi sem fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman þar sem farið er yfir níu af dýrustu eignum sem seldust árið 2022. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022 Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar staðsettar í Garðabæ eða í miðbæ Reykjavíkur. Dýrasta eignin í myndbandinu er lúxusíbúð við Bryggjugötu 6 í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 354 fermetra íbúð sem seldist á 620 milljónir og er fermetraverðið því 1,7 milljón. Þá er önnur íbúð við Bryggjugötu einnig á listanum en sú íbúð seldist á 310 milljónir. Tekið skal þó fram að einbýlishús við Fjölnisveg 9 er talið hafa selst á 690 milljónir í mars á síðasta ári. Upplýsingar um söluna voru þó ekki gerðar opinberar og rataði húsið því ekki inn á listann sem unninn var út frá opinberum gögnum. Segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist Páll segir fasteignamarkaðinn í raun hafa verið tvískiptan á síðasta ári, fyrir og eftir vaxtahækkanir. Fyrri hluta árs hafi söluhraðinn verið meiri og framboð mun minna. „Seinni hluta árs fór þetta svo í eðlilegra horf eins og ég vil orða það. Sölutíminn lengdist og verðin fóru að ná meira jafnvægi með hækkun vaxta einmitt til að tempra blessuðu verðbólguna sem vonandi mun takast á seinni hluta þessa árs.“ Hann segir eftirspurn eftir dýrum eignum hafa aukist á síðustu árum, þó svo framboðið sé takmarkað. „Það er enn töluverður hópur þarna úti sem getur keypt sér eign fyrir 200 milljónir og yfir án þess að skuldsetja sig. Það hefur ekki verið mikið framboð fyrir þennan hóp. Til dæmis eru stórar og fallegar „penthouse“ íbúðir takmörkuð auðlind í dag.“ Páll Pálsson fasteignasali.Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn alls ekki frosinn Þá segir hann lítið framundan í uppbyggingu á nýjum og stórum einbýlishúsum. Mögulega muni þó rísa nýtt hverfi í Hnoðraholti í Garðabæ þar sem húsin verði í stærri og dýrari kantinum og er hann viss um að eftirspurnin verði mikil. Páll segir árið 2023 fara þokkalega vel af stað í fasteignabransanum og telur hann líklegt að framboð á eignum eigi eftir að aukast þegar líða tekur á árið. „Markaðurinn er alls ekki frosinn heldur er þetta orðinn mun eðlilegri markaður þar sem flestir geta keypt og flestir geta selt,“ segir hann. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið þar sem farið er yfir dýrustu fasteignir sem seldust á Íslandi á síðasta ári. Páll segist eiga erfitt með að velja sér uppáhalds eign af listanum en segist þó ekki mundu slá hendinni á móti „penthouse“ íbúð við Bryggjugötu. Klippa: Dýrustu fasteignir sem seldar voru árið 2022
Hús og heimili Fasteignamarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00 Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021. 2. mars 2022 15:00
Dýrustu fasteignir sem seldar hafa verið hér á landi síðustu ár Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman þetta myndband yfir nokkrar af dýrustu fasteignum sem seldar hafa verið á Íslandi. 14. febrúar 2021 10:00