Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2023 11:33 Rebekka Karlsdóttir, forseti SHÍ, og hópur mótmælenda. Vísir/Einar Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum. Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Stúdentar við Háskóla Íslands telja að skólinn sé vanfjármagnaður upp á upphæð sem nemur einum milljarði króna. Þá hafa stúdentarnir einnig áhyggjur af því að hækka eigi skráningargjald í opinbera háskóla hér á landi. Til þess að mótmæla þessu marseraði hópur stúdenta að Ráðherrabústaðinum við Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur. Mótmælendurnir sögðu að stúdentar væru látnir splæsa til þessa að reka hið opinbera háskólakerfi.Vísir/Einar Að loknum fundi ríkisstjórnarinnar afhenti Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs, Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra áskorun stúdenta. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lét Rebekka sér ekki nægja að afhenda áskorunina heldur krafði hún bæði Katrínu og Bjarna um svör við áhyggjum stúdenta. Í viðtali við fréttastofu, áður en að Rebekka náði tali af ráðherrunum, sagði hún stúdenta telja að stjórnvöld væru ekki að sinna skyldum sínum um að fjármagna háskólakerfið sem skyldi. Þá væru þau mótfallin hækkun á skráningargjaldi í opinbera háskóla. Stúdentar mættu með borða.Vísir/Einar „Við höfum verið að benda á að það sé verið að nota skrásetningargjaldið í allt of marga hluti sem Stúdentaráð telur ekki standast lög um opinbera háskóla. Þetta birtist svo extra skýrt núna sem er ástæðan fyrir því að við erum að tala um þetta saman. Strax eftir að mikill niðurskurður var boðaður til háskólans í umræðum um fjárlög, þá stekkur háskólinn til, reynir að bregðast við stöðunni og óskar eftir hækkun skrásetningargjaldsins, sagði Rebekka. Rebekka Karlsdóttir er forseti Stúdentaráðs HÍ.Vísir/Einar „Það er verið að kafa beint í vasa stúdenta vegna þess að stjórnvöld sinna ekki skyldu sinni að fjármagna opinbera háskólamenntun,“ bætti hún við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira