Xi líklega við völd í Kína til æviloka Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 19:30 Xi Jinping sver embættiseið sinn að stjórnarskrá Kína í þriðja sinn og verður því að forseti í fimm ár til viðbótar að minnsta kosti AP/Xie Huanchi/ Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú. Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú.
Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43
Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46