D´Angelo Russell fór mikinn í góðum sigri Los Angeles Lakers á Toronto Raptors, 122-112. Russell var stigahæstur Lakers manna með 28 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar.
Eftir fremur slakt tímabil hafa Lakers menn verið á siglingu að undanförnu þrátt fyrir að LeBron James sé fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þetta var þriðji sigur liðsins í röð og er liðið í níunda sæti Vesturdeildarinnar.
DLo TOOK OVER in the Lakers W, dropping 16 PTS on 100% FG in Q4
— NBA (@NBA) March 11, 2023
28 PTS, 9 AST, 5 REB, 5 3PM
For more, download the NBA app:
https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/QLqWiJHyVP
Joel Embiid reyndist hetja Philadelpha 76ers sem lagði Portland Trail Blazers að velli með minnsta mun, 120-119.
Kamerúninn kórónaði frábæran leik sinn með því að gera sigurkörfuna en hann var jafnframt stigahæsti leikmaður vallarins með 39 stig.
JOEL EMBIID CALLED GAME.
— NBA (@NBA) March 11, 2023
SIXERS WIN IN PHILLY. pic.twitter.com/E6eD8iHr69
Úrslit næturinnar
Philadelphia 76ers - Portland Trail Blazers 120-119
Washington Wizards - Atlanta Hawks 107-114
Miami Heat - Cleveland Cavaliers 119-115
Minnesota Timberwolves - Brooklyn Nets 123-124
San Antonio Spurs - Denver Nuggets 128-120
Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 122-112