Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 10:30 Meðalmennskan dugði ekki til. Úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“ Lögreglan Heilsa Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“
Lögreglan Heilsa Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent