Innlent

Edda segir skilið við Eigin konur

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Edda stofnaði hlaðvarpið Eigin konur í mars árið 2021, ásamt Fjólu Sig­urðardótt­ur.
Edda stofnaði hlaðvarpið Eigin konur í mars árið 2021, ásamt Fjólu Sig­urðardótt­ur. Vísir/Vilhelm

Edda Falak mun hætta með hlaðvarpsþættina Eigin konur og þess í stað byrja með nýja þætti á Heimildinni. Þættirnir munu heita Edda Falak og hefja göngu sína í mars.

Edda greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún segist vera spennt fyrir komandi tímum.

„Síðasta ár hefur verið eitt mest krefjandi ár lífs míns. Eigin konur hafa verið alveg ótrúlega lærdómsríkt ferli og góðir tímar en það hefur líka verið mjög þungt að halda á þessum málaflokki ein.“

Þá segir Edda að það sé henni mikils virði að vera orðin hluti af ritstjórn Heimildarinnar, þar sem hún fái tækifæri til að halda áfram að sinna þessum málaflokki í víðara samhengi en áður.

„Ég er full af orku, til í slaginn og mjög spennt fyrir því sem koma skal.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×