AP segir frá því að Ōe hafi verið annar Japaninn til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á eftir Yasunari Kawabata sem hlaut verðlaunin árið 1968.
Í bókum sínum fjallaði Ōe meðal annars um fatlaðan son sinn, friðarboðskap og minningar sínar frá eftirstríðsárunum í Japan.
Útgefandi Ōe tilkynnti um andlátið í gær, en fram kemur að hann hafi andast þann 3. mars síðastliðinn.
Í umfjöllun um Ōe segir að hann hafi fæðst í janúar 1935 í smábæ á japönsku eyjunni Shikoku. Hann stundaði nám í frönskum bókmenntum við Tókýó-háskóla og hóf ritferil sinn með því að skrifa leikrit.