Telja sig komna á slóð byssumanns Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 18:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn telur lögreglu vera komna á slóð byssumannsins. Vísir/Arnar Lögregla er komin á slóð byssumanns sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn verði handtekinn áður en langt um líður. Leit að manninum hefur nú staðið yfir í sólarhring en hann fór inn á skemmtistaðinn Dubliner um sjö leytið í gærkvöldi og átti þar í einhverjum orðaskiptum áður en hann hleypti af einu skoti við barinn. Maðurinn stakk svo af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í allan dag en lögregla telur sig nú komna á sporið. „Við teljum okkur vera að nálgast það að átta okkur á hver þarna er á ferðinni og eftir atvikum þá að handtaka hann,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Svo þú telur að það sé að styttast í það? „Ég tel að það fari að styttast í það að við séum með upplýsingar sem nægi til að finna út úr hver hafi verið þarna á ferðinni.” Klippa: Lögreglan komin á slóð byssumanns Útilokar ekki að málið tengist hnífaárás á Bankastræti Club Umræða hefur skapast í dag um hvort málið tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í lok síðasta árs. Grímur vill ekki staðfesta það en útilokar það þó ekki. „Þetta er bara hluti af því sem við erum með til rannsóknar, hvort þetta tengist öðrum málum sem hafa komið upp. Þetta vekur athygli náttúrulega, að það sé verið að nota skotvopn með þessum hætti. Það hefur kannski ekki alveg verið það sem við eigum að venjast hér en hvort þetta tengist einhverjum öðrum erjum fólks kemur þá bara í ljós við rannsóknina ef svo er.“ „Í okkar huga er hann hættulegur” Grímur segir lögreglu hafa borist fjöldinn allur af ábendingum og vísbendingum sem verið sé að fylgja eftir. Þá segir hann augljóst að um hættulegan einstakling sé að ræða. „Já, við teljum að það kunni að stafa af manni hætta sem hagar sér með þessum hætti, að hleypa af skotvopni innandyra inni á skemmtistað eða veitingastað svo í okkar huga er hann hættulegur.” Viltu hvetja manninn til að gefa sig fram? „Að sjálfsögðu. Það væri bara langbest ef hann myndi sjá sóma sinn í því að koma og tala við okkur,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Eigendur Dubliner hafa ekki viljað tjá sig við fréttstofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar fréttamaður og tökumaður mættu á staðinn fyrr í dag var beiðni um viðtal hafnað auk þess sem ekki fékkst leyfi til þess að mynda aðstæður innandyra. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Leit að manninum hefur nú staðið yfir í sólarhring en hann fór inn á skemmtistaðinn Dubliner um sjö leytið í gærkvöldi og átti þar í einhverjum orðaskiptum áður en hann hleypti af einu skoti við barinn. Maðurinn stakk svo af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í allan dag en lögregla telur sig nú komna á sporið. „Við teljum okkur vera að nálgast það að átta okkur á hver þarna er á ferðinni og eftir atvikum þá að handtaka hann,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Svo þú telur að það sé að styttast í það? „Ég tel að það fari að styttast í það að við séum með upplýsingar sem nægi til að finna út úr hver hafi verið þarna á ferðinni.” Klippa: Lögreglan komin á slóð byssumanns Útilokar ekki að málið tengist hnífaárás á Bankastræti Club Umræða hefur skapast í dag um hvort málið tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club í lok síðasta árs. Grímur vill ekki staðfesta það en útilokar það þó ekki. „Þetta er bara hluti af því sem við erum með til rannsóknar, hvort þetta tengist öðrum málum sem hafa komið upp. Þetta vekur athygli náttúrulega, að það sé verið að nota skotvopn með þessum hætti. Það hefur kannski ekki alveg verið það sem við eigum að venjast hér en hvort þetta tengist einhverjum öðrum erjum fólks kemur þá bara í ljós við rannsóknina ef svo er.“ „Í okkar huga er hann hættulegur” Grímur segir lögreglu hafa borist fjöldinn allur af ábendingum og vísbendingum sem verið sé að fylgja eftir. Þá segir hann augljóst að um hættulegan einstakling sé að ræða. „Já, við teljum að það kunni að stafa af manni hætta sem hagar sér með þessum hætti, að hleypa af skotvopni innandyra inni á skemmtistað eða veitingastað svo í okkar huga er hann hættulegur.” Viltu hvetja manninn til að gefa sig fram? „Að sjálfsögðu. Það væri bara langbest ef hann myndi sjá sóma sinn í því að koma og tala við okkur,” segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Eigendur Dubliner hafa ekki viljað tjá sig við fréttstofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar fréttamaður og tökumaður mættu á staðinn fyrr í dag var beiðni um viðtal hafnað auk þess sem ekki fékkst leyfi til þess að mynda aðstæður innandyra.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13. mars 2023 10:09
Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14